Innlent

Óska eftir vitnum að átökum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Akureyri rannsakar málið.
Lögreglan á Akureyri rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftir því að vitni að átökum sem áttu sér stað síðdegis í miðbæ Akureyrar í dag gefi sig fram.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar segir að svo virðist sem að tveir einstaklingar hafi átt í átökum á bílastæði við Hofsbót, sunnan við BSO, í miðbæ Akureyrar.

Í færslunni segir enn fremur að svo virðist sem að veist hafi verið að þriðja aðila, sem kom að átökunum. Lögreglan segist vita að vitni hafi verið að átökunum en að ekki hafi tekist að ná til þeirra alla.

Eru því þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið, og lögregla hefur ekki haft samband við nú þegar, hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 444-2800 eða með því að hringja í 112.

Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×