Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:11 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira