Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum Atli Arason skrifar 14. september 2022 21:15 Haaland skorar sigurmarkið gegn Dortmund. Getty Images Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með skallamarki á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Marco Reus áður en John Stones jafnaði með óverjandi þrumuskoti fyrir utan vítateig Dortmund á 80. mínútu. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Stones var Haaland búinn tryggja City stigin þrjú. Utanfótar fyrirgjöf Joao Cancelo fór þá inn í vítateig þar sem að fimur Haaland náði einhvern veginn að koma stóru tánni í boltann með viðstöðulausu skoti. Mark Haaland var 20. mark hans í Meistaradeildinni í aðeins 25 leikjum. Haaland hefur nú skorað eitt mark að meðaltali á 54 mínútna fresti í Meistaradeildinni. City fer með sigrinum eitt á topp G-riðls með sex stig eftir tvo leiki. Dortmund er á sama tíma í öðru sæti með þrjú stig. Sevilla og FCK koma þar í kjölfarið en FCK og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins í kvöld. "When he enjoys his football he scores goals."it's that simple! A goal every 54 minutes in Erling Haaland's #UCL career so far 🥵@JoleonLescott, @rioferdy5 and Owen Hargreaves look at the incredible form the forward is showing in this competition... pic.twitter.com/9gY9d8ovZY— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 14, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00
Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með skallamarki á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Marco Reus áður en John Stones jafnaði með óverjandi þrumuskoti fyrir utan vítateig Dortmund á 80. mínútu. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Stones var Haaland búinn tryggja City stigin þrjú. Utanfótar fyrirgjöf Joao Cancelo fór þá inn í vítateig þar sem að fimur Haaland náði einhvern veginn að koma stóru tánni í boltann með viðstöðulausu skoti. Mark Haaland var 20. mark hans í Meistaradeildinni í aðeins 25 leikjum. Haaland hefur nú skorað eitt mark að meðaltali á 54 mínútna fresti í Meistaradeildinni. City fer með sigrinum eitt á topp G-riðls með sex stig eftir tvo leiki. Dortmund er á sama tíma í öðru sæti með þrjú stig. Sevilla og FCK koma þar í kjölfarið en FCK og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins í kvöld. "When he enjoys his football he scores goals."it's that simple! A goal every 54 minutes in Erling Haaland's #UCL career so far 🥵@JoleonLescott, @rioferdy5 and Owen Hargreaves look at the incredible form the forward is showing in this competition... pic.twitter.com/9gY9d8ovZY— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 14, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00
Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 14. september 2022 21:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti