Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2022 08:31 Heimir Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með íslenska landsliðinu. Hann er svo hátt metinn að Jamaíkumenn bjuggust ekki við að hann hefði áhuga á starfinu. Vísir/Getty Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Sjá meira
Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Sjá meira
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01
Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti