Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2022 08:31 Heimir Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með íslenska landsliðinu. Hann er svo hátt metinn að Jamaíkumenn bjuggust ekki við að hann hefði áhuga á starfinu. Vísir/Getty Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01
Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33