Vilja tafarlaust grípa til aðgerða: Ungum dreng ítrekað sagt að drepa sig vegna kynhneigðar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 11:20 Könnun frá árinu 2018 sýnir aðgerðaleysi starfsfólks grunnskóla þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Vísir/Vilhelm Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur verður oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. „Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
„Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin
Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira