„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 22:30 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. „Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum. ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum.
ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00