Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 16. september 2022 12:30 Landsliðsþjálfarinn verður eflaust spurður út í Aron Einar Gunnarsson sem síðast lék með landsliðinu í júní í fyrra. Getty/Laszlo Szirtesi KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira