Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 16. september 2022 12:30 Landsliðsþjálfarinn verður eflaust spurður út í Aron Einar Gunnarsson sem síðast lék með landsliðinu í júní í fyrra. Getty/Laszlo Szirtesi KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Sjá meira