Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Atli Arason skrifar 18. september 2022 21:16 Raquel Lanerio, leikmaður Njarðvíkur, með bikarinn eftir leikslok. Jón Björn Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á bikarmeisturum Hauka í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust snemma í fjögurra stiga forskot í stöðunni 6-2. Níu stiga áhlaup Hauka sneri leiknum hins vegar þeim í hag og þannig átti leikurinn eftir að sveiflast áfram því Njarðvíkingar svöruðu níu stiga áhlaupi Hauka með tólf stiga áhlaupi og leiddu 18-11 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar bættu svo í forskot sitt á lokamínútum fyrsta leikhluta sem þær unnu 25-16. Gestirnir komu á eldi inn í annan leikhluta og þá sérstaklega Sólrún Inga sem skoraði 11 af fyrstu 17 stigum Hauka í leikhlutanum og gestirnir skyndilega komnir aftur í forystu, 27-33. Njarðvíkingar saxa á forskot Hauka þangað til þær jafna leikinn í stöðunni 37-37. Haukar kláruðu fyrri hálfleikinn betur og fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot, 46-47. Þriðji leikhluti var þó eign Njarðvíkinga frá upphafi til enda. Heimakonur ná snemma yfirhöndinni og héldu forystu sinni í gegnum fjórðunginn. Munurinn í þriðja leikhluta varð mest 11 stig í tvígang en lauk með níu stiga sigri Njarðvíkur og staðan fyrir loka leikhlutan var því 67-58. Haukum tekst þó að koma til baka í fjórða leikhluta og jafna leikinn í stöðunni 69-69, eftir níu stiga áhlaup sitt. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi en heimakonur voru með yfirhöndina þegar tvær mínútur voru eftir, Njarðvík leiddi þá með fimm stigum, 78-73. Haukar skoruðu þó síðustu fimm stigin til þess að senda leikinn í framlengingu. Haukar gerðu fyrsta högg framlengingarnar og komust yfir en Njarðvíkingar svöruðu og náðu mest að komast í sjö stiga forskot í framlengingunni sem þær héldu til leiksloka og unnu loks sjö stiga sigur, 94-87. Afhverju vann Njarðvík? Það er ekki mikið sem munar á milli liðanna en sóknarleikur Njarðvíkur í kvöld var eins og vel smurð vél sem varnarleikur Hauka réð ekki nægilega vel við. Hverjar stóðu upp úr? Enn einn trölla tvenna frá Aliyah Collier sem gerði 45 stig og tók 29 fráköst, það réð einfaldlega enginn við hana í kvöld. Raquel Laniero átti einnig góðan leik með 29 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Hvað gerist næst? Íslandsmeistararnir fara næst í heimsókn til nágrannanna í Keflavík næsta miðvikudag á meðan Haukar taka á móti nýliðum ÍR í Ólafssal sama dag. „Hraðinn var meiri en maður átti von á“ Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka.Vísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, kvaðst svekktur að hafa tapað leiknum en segist þó alveg sofna vært í nótt. „Hraðinn var meiri en maður átti von á og hann hélst alveg út leikinn sem er óvænt miðað við á hvaða tímapunkti við erum að spila. Það var margt jákvætt sem ég tek úr þessum leik og ég er viss um að Rúnar [Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] geti gert það sama. Við erum búin að þurfa að breyta aðeins til hjá okkur miðað við meiðslin hjá Lovísu [Björt Henningsdóttur] og Helenu [Sverrisdóttur]. Við erum að prufa okkur áfram sóknarlega og breyta til varnarlega og mér finnst við vera á réttri leið með þetta,“ sagði Bjarni í viðtali við Vísi eftir leik. „Þriðji leikhluti fór illa með okkur. Ég held að við hittum úr þremur af af 15 tveggja stiga skotum og vorum að klikka á auðveldum sniðskotum. Við komum ekki nógu vel út í seinni hálfleik en svo byrjuðu þær framlenginguna bara miklu betur og unnu þennan leik. Þetta eru bara tvö jöfn og góð lið og núna er það bara áfram gakk, ég hef ekki stórar áhyggjur. Þrátt fyrir að ég hafi verið til í að vinna í kvöld þá sofna ég alveg í nótt.“ Haukar verða án Helenu næstu sex til átta vikurnar en Lovísa mun ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. „Helena er að fara í aðgerð í fyrramálið. Ég veit ekki hvort það hafi ekki tekist nógu vel til í fyrra eða hvað það var en hún þarf aftur að fara í liðþófaaðgerð á morgun. Þetta eru eitthvað um sex til átta vikur en við verðum bara að sjá til. Við ætlum ekki að pressa neitt á það eða taka hana of snemma inn. Lovísa verður hins vegar frá allavega til áramóta. Hún fór í risa axlaraðgerð í maí og það er einhver seinkun á endurheimt þar. Þær koma sér bara inn í þetta þegar þær eru klárar en þangað til er þetta liðið sem við erum að vinna með og mér líst vel á þennan hóp. Þær eru allar klárar í að selja sig dýrt og gera sitt besta. Þegar við missum Lovísu og Helena út þá þurfa aðrar að sýna á sér tennurnar og taka meiri ábyrgð en mér fannst margar gera það vel í kvöld.“ Deildarkeppni Hauka hefst svo formlega eftir þrjá daga, þegar þær fá ÍR-inga í heimsókn á miðvikudaginn. „Það var ekki ákjósanlegt að fara í framlengingu í kvöld upp á þann leik að gera. Við erum ekki með djúpan hóp akkúrat núna en við hvílum okkur bara vel á morgun og hefjum svo undirbúning á þriðjudaginn og fáum ÍR í heimsókn í Ólafssal á miðvikudag. Það verður stuð,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á bikarmeisturum Hauka í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust snemma í fjögurra stiga forskot í stöðunni 6-2. Níu stiga áhlaup Hauka sneri leiknum hins vegar þeim í hag og þannig átti leikurinn eftir að sveiflast áfram því Njarðvíkingar svöruðu níu stiga áhlaupi Hauka með tólf stiga áhlaupi og leiddu 18-11 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar bættu svo í forskot sitt á lokamínútum fyrsta leikhluta sem þær unnu 25-16. Gestirnir komu á eldi inn í annan leikhluta og þá sérstaklega Sólrún Inga sem skoraði 11 af fyrstu 17 stigum Hauka í leikhlutanum og gestirnir skyndilega komnir aftur í forystu, 27-33. Njarðvíkingar saxa á forskot Hauka þangað til þær jafna leikinn í stöðunni 37-37. Haukar kláruðu fyrri hálfleikinn betur og fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot, 46-47. Þriðji leikhluti var þó eign Njarðvíkinga frá upphafi til enda. Heimakonur ná snemma yfirhöndinni og héldu forystu sinni í gegnum fjórðunginn. Munurinn í þriðja leikhluta varð mest 11 stig í tvígang en lauk með níu stiga sigri Njarðvíkur og staðan fyrir loka leikhlutan var því 67-58. Haukum tekst þó að koma til baka í fjórða leikhluta og jafna leikinn í stöðunni 69-69, eftir níu stiga áhlaup sitt. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi en heimakonur voru með yfirhöndina þegar tvær mínútur voru eftir, Njarðvík leiddi þá með fimm stigum, 78-73. Haukar skoruðu þó síðustu fimm stigin til þess að senda leikinn í framlengingu. Haukar gerðu fyrsta högg framlengingarnar og komust yfir en Njarðvíkingar svöruðu og náðu mest að komast í sjö stiga forskot í framlengingunni sem þær héldu til leiksloka og unnu loks sjö stiga sigur, 94-87. Afhverju vann Njarðvík? Það er ekki mikið sem munar á milli liðanna en sóknarleikur Njarðvíkur í kvöld var eins og vel smurð vél sem varnarleikur Hauka réð ekki nægilega vel við. Hverjar stóðu upp úr? Enn einn trölla tvenna frá Aliyah Collier sem gerði 45 stig og tók 29 fráköst, það réð einfaldlega enginn við hana í kvöld. Raquel Laniero átti einnig góðan leik með 29 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Hvað gerist næst? Íslandsmeistararnir fara næst í heimsókn til nágrannanna í Keflavík næsta miðvikudag á meðan Haukar taka á móti nýliðum ÍR í Ólafssal sama dag. „Hraðinn var meiri en maður átti von á“ Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka.Vísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, kvaðst svekktur að hafa tapað leiknum en segist þó alveg sofna vært í nótt. „Hraðinn var meiri en maður átti von á og hann hélst alveg út leikinn sem er óvænt miðað við á hvaða tímapunkti við erum að spila. Það var margt jákvætt sem ég tek úr þessum leik og ég er viss um að Rúnar [Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] geti gert það sama. Við erum búin að þurfa að breyta aðeins til hjá okkur miðað við meiðslin hjá Lovísu [Björt Henningsdóttur] og Helenu [Sverrisdóttur]. Við erum að prufa okkur áfram sóknarlega og breyta til varnarlega og mér finnst við vera á réttri leið með þetta,“ sagði Bjarni í viðtali við Vísi eftir leik. „Þriðji leikhluti fór illa með okkur. Ég held að við hittum úr þremur af af 15 tveggja stiga skotum og vorum að klikka á auðveldum sniðskotum. Við komum ekki nógu vel út í seinni hálfleik en svo byrjuðu þær framlenginguna bara miklu betur og unnu þennan leik. Þetta eru bara tvö jöfn og góð lið og núna er það bara áfram gakk, ég hef ekki stórar áhyggjur. Þrátt fyrir að ég hafi verið til í að vinna í kvöld þá sofna ég alveg í nótt.“ Haukar verða án Helenu næstu sex til átta vikurnar en Lovísa mun ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. „Helena er að fara í aðgerð í fyrramálið. Ég veit ekki hvort það hafi ekki tekist nógu vel til í fyrra eða hvað það var en hún þarf aftur að fara í liðþófaaðgerð á morgun. Þetta eru eitthvað um sex til átta vikur en við verðum bara að sjá til. Við ætlum ekki að pressa neitt á það eða taka hana of snemma inn. Lovísa verður hins vegar frá allavega til áramóta. Hún fór í risa axlaraðgerð í maí og það er einhver seinkun á endurheimt þar. Þær koma sér bara inn í þetta þegar þær eru klárar en þangað til er þetta liðið sem við erum að vinna með og mér líst vel á þennan hóp. Þær eru allar klárar í að selja sig dýrt og gera sitt besta. Þegar við missum Lovísu og Helena út þá þurfa aðrar að sýna á sér tennurnar og taka meiri ábyrgð en mér fannst margar gera það vel í kvöld.“ Deildarkeppni Hauka hefst svo formlega eftir þrjá daga, þegar þær fá ÍR-inga í heimsókn á miðvikudaginn. „Það var ekki ákjósanlegt að fara í framlengingu í kvöld upp á þann leik að gera. Við erum ekki með djúpan hóp akkúrat núna en við hvílum okkur bara vel á morgun og hefjum svo undirbúning á þriðjudaginn og fáum ÍR í heimsókn í Ólafssal á miðvikudag. Það verður stuð,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti