Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 14:31 Heimir náði frábærum árangri sem þjálfari Íslands. Getur hann endurtekið leikinn með Jamaíka? VI Images/Getty Images Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“ Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira