Topplið Breiðabliks vann 3-0 sigur á ÍBV en öll mörkin komu í síðari hálfleik. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn, Dagur Dan Þórhallsson tvöfaldaði forystuna og Jason Daði gulltryggði svo sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Breiðabliks.
Í Víkinni var KR í heimsókn hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Ari Sigurpálsson kom heimamönnum yfir og Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna. Ægir Jarl Jónasson minnkaði muninn áður en Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin í uppbótartíma.
Jakob Snær Árnason skoraði eina markið á Hlíðarenda þegar KA lagði Val 1-0.
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri liðsins á FH. Kristinn Freyr Sigurðsson með mark FH-inga.
Fram skoraði fjögur mörk gegn Keflavík en það dugði ekki til þar sem gestirnir skoruðu átta. Alex Freyr Elísson, Guðmundur Magnússon og Jannik Holmsgaard (2) með mörk heimamanna á meðan Joey Gibbs, Magnús Þór Magnússon, Kian Williams (2), Dagur Ingi Valsson, Ernir Bjarnason, Adam Árni Róbertsson og Adam Ægir Pálsson skoruðu mörk Keflvíkinga.
Skagamenn skoruðu mörkin en því miður fóru tvö í eigið net þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Leikni Reykjavík á Akranesi. Eyþór Aron Wöhler kom ÍA yfir en Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmörk.