Íslenski boltinn

Sjáðu mar­ka­flóðið í Úlfarsárdal, endur­komu KR, sjálfs­mörk Skaga­manna og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktir Jónsson setti boltann í eigið net í gær.
Viktir Jónsson setti boltann í eigið net í gær. Vísir/Diego

Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta fór fram í gær, sunnudag. Alls voru 26 mörk skoruð í leikjunum sex, þar af tólf í Grafarholti þar sem Fram og Keflavík mættust.

Topplið Breiðabliks vann 3-0 sigur á ÍBV en öll mörkin komu í síðari hálfleik. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn, Dagur Dan Þórhallsson tvöfaldaði forystuna og Jason Daði gulltryggði svo sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Breiðabliks. 

Í Víkinni var KR í heimsókn hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Ari Sigurpálsson kom heimamönnum yfir og Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna. Ægir Jarl Jónasson minnkaði muninn áður en Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin í uppbótartíma.

Jakob Snær Árnason skoraði eina markið á Hlíðarenda þegar KA lagði Val 1-0.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri liðsins á FH. Kristinn Freyr Sigurðsson með mark FH-inga.

Fram skoraði fjögur mörk gegn Keflavík en það dugði ekki til þar sem gestirnir skoruðu átta. Alex Freyr Elísson, Guðmundur Magnússon og Jannik Holmsgaard (2) með mörk heimamanna á meðan Joey Gibbs, Magnús Þór Magnússon, Kian Williams (2), Dagur Ingi Valsson, Ernir Bjarnason, Adam Árni Róbertsson og Adam Ægir Pálsson skoruðu mörk Keflvíkinga. 

Skagamenn skoruðu mörkin en því miður fóru tvö í eigið net þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Leikni Reykjavík á Akranesi. Eyþór Aron Wöhler kom ÍA yfir en Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmörk.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×