Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 12:22 Halldóra hefur ekki farið leynt með óánægju sína með framgöngu Ragnars og Sólveigar innan hreyfingarinnar. Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið kost á sér til forseta Alþýðusambandsins og í gær lýsti hann því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti þess. Hún segir í samtali við fréttastofu í morgun að hún sé að íhuga þetta en hafi ekki enn tekið ákvörðun. Þau eru með meirihluta innan sambandsins og ættu auðveldlega að ná kjöri, eitthvað sem formönnum sumra verkalýðsfélaga líst illa á. „Ég hef náttúrulega ekkert legið á því að mér þykir þetta undravert ástand þegar forseti hrekkst frá völdum vegna ofbeldis, sem hún hefur nú bara talað mikið um og sagt frá, að það sé fólk sem ætlar að setjast í forystuna. Og þetta er orðin svona blokk sem hefur ekki mikið umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lýðræðislegri umræðu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Suðurlandi. Að hennar sögn eru margir á sama máli og hún en þeir þori hreinlega ekki að láta þær skoðanir í ljós opinberlega af ótta við að vera úthúðað fyrir af Ragnari eða Sólveigu. „Það er orðin svo mikil heift og reiði og fólk stígur ekki orðið fram því það býst við einhverri sjöfaldri árás ef það segir eitthvað.“ Skilur ekki hvert Ragnar er að fara Hún segir Alþýðusambandið hafa lifað marga átakatíma en nú sé hún verulega hugsi um framtíð þess. „Alþýðusambandið hefur lifað lifað af alls konar karaktera. En ég er hreinlega bara hugsandi því að við erum að sjá það að stór félög geta bara einokað í rauninni umræðuna í sambandi með ofbeldi í rauninni, bæði þegar fólk stígur ekki fram og það vill ekki fá yfir sig gusuna. Að halda áfram án þess að lýðræðisleg umræða geti átt sér stað, mér líst hreint ekki á það,“ segir Halldóra. Ragnar og Sólveig hafa verið mjög gagnrýnin á sambandið síðastliðið ár. Halldóra segir þetta vanvirðingu við starfsmenn þess. „Mér þykir ákaflega vont að heyra Ragnar tala um að það sé allt í skötulíki og það þurfi að fara að virkja Alþýðusambandið. Og þetta eru allt félagsmenn hans,“ segir Halldóra. „Þetta snýst orðið um persónur og árásir á persónur ekki málefnin. Og ég hef ekki heyrt hann segja í einu einasta viðtali hver ágreiningurinn er.“ Hún segist ekkert hafa heyrt frá Ragnari þegar hann var að íhuga framboð en í samtali við fréttastofu sagðist hann þá ætla að fá það staðfest að stóru aðildarfélög sambandsins væru tilbúin að lægja öldurnar og halda áfram undir sinni forystu. „Hugsunin er dáldið þannig að það er bara „my way or no way" (við förum mína leið eða enga leið) og það er bara þeirra leið. Og þau vilja í rauninni... Þetta eru orðnir svona einræðistilburðir eiginlega,“ segir Halldóra. Hún telji að verkalýðshreyfingin hafi tapað trúverðugleika sínum, sérstaklega gagnvart atvinnurekendum. Hún hefur því miklar áhyggjur af komandi kjarasamningum: „Því að samningar eru samningar og þú verður að ganga svolítið lausnamiðaður til samninga. Þannig að í rauninni þegar það er ekki og búið að gefa það út að það eigi að vera verkföll án þess að vera búin að skila inn kröfugerðum... það eru ákaflega skrýtin vinnubrögð.“ Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gefið kost á sér til forseta Alþýðusambandsins og í gær lýsti hann því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti þess. Hún segir í samtali við fréttastofu í morgun að hún sé að íhuga þetta en hafi ekki enn tekið ákvörðun. Þau eru með meirihluta innan sambandsins og ættu auðveldlega að ná kjöri, eitthvað sem formönnum sumra verkalýðsfélaga líst illa á. „Ég hef náttúrulega ekkert legið á því að mér þykir þetta undravert ástand þegar forseti hrekkst frá völdum vegna ofbeldis, sem hún hefur nú bara talað mikið um og sagt frá, að það sé fólk sem ætlar að setjast í forystuna. Og þetta er orðin svona blokk sem hefur ekki mikið umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lýðræðislegri umræðu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Suðurlandi. Að hennar sögn eru margir á sama máli og hún en þeir þori hreinlega ekki að láta þær skoðanir í ljós opinberlega af ótta við að vera úthúðað fyrir af Ragnari eða Sólveigu. „Það er orðin svo mikil heift og reiði og fólk stígur ekki orðið fram því það býst við einhverri sjöfaldri árás ef það segir eitthvað.“ Skilur ekki hvert Ragnar er að fara Hún segir Alþýðusambandið hafa lifað marga átakatíma en nú sé hún verulega hugsi um framtíð þess. „Alþýðusambandið hefur lifað lifað af alls konar karaktera. En ég er hreinlega bara hugsandi því að við erum að sjá það að stór félög geta bara einokað í rauninni umræðuna í sambandi með ofbeldi í rauninni, bæði þegar fólk stígur ekki fram og það vill ekki fá yfir sig gusuna. Að halda áfram án þess að lýðræðisleg umræða geti átt sér stað, mér líst hreint ekki á það,“ segir Halldóra. Ragnar og Sólveig hafa verið mjög gagnrýnin á sambandið síðastliðið ár. Halldóra segir þetta vanvirðingu við starfsmenn þess. „Mér þykir ákaflega vont að heyra Ragnar tala um að það sé allt í skötulíki og það þurfi að fara að virkja Alþýðusambandið. Og þetta eru allt félagsmenn hans,“ segir Halldóra. „Þetta snýst orðið um persónur og árásir á persónur ekki málefnin. Og ég hef ekki heyrt hann segja í einu einasta viðtali hver ágreiningurinn er.“ Hún segist ekkert hafa heyrt frá Ragnari þegar hann var að íhuga framboð en í samtali við fréttastofu sagðist hann þá ætla að fá það staðfest að stóru aðildarfélög sambandsins væru tilbúin að lægja öldurnar og halda áfram undir sinni forystu. „Hugsunin er dáldið þannig að það er bara „my way or no way" (við förum mína leið eða enga leið) og það er bara þeirra leið. Og þau vilja í rauninni... Þetta eru orðnir svona einræðistilburðir eiginlega,“ segir Halldóra. Hún telji að verkalýðshreyfingin hafi tapað trúverðugleika sínum, sérstaklega gagnvart atvinnurekendum. Hún hefur því miklar áhyggjur af komandi kjarasamningum: „Því að samningar eru samningar og þú verður að ganga svolítið lausnamiðaður til samninga. Þannig að í rauninni þegar það er ekki og búið að gefa það út að það eigi að vera verkföll án þess að vera búin að skila inn kröfugerðum... það eru ákaflega skrýtin vinnubrögð.“
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal. 12. ágúst 2022 10:14