Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 17:00 Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag. Vísir/Tjörvi Týr „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45