Erlent

„Algjör eyðilegging“ vegna Fionu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fiona hefur valdið miklum usla.
Fiona hefur valdið miklum usla. Vaughan Merchant /The Canadian Press via AP)

Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum

Fiona hefur skollið á Atlantshafsströnd Kanada af miklum krafti í gær og í dag. Stormurinn hefur meðal annars gert það að verkum að hundruð þúsunda hafa verið án rafmagns.

Storminum hefur fylgt gríðarlegt úrhelli og afar kröftugt hvassviðri sem lamið hefur samfélög við ströndina.

Áhrifa stormsins hefur hvergi gætt meira en í smábænum Port aux Basques á suðvesturodda Nýfundnalands. Þar hefur húsum skolað á haf út, vegir eyðilagst og ráðhúsið fyllst af flóðvatni. Í gær var mælt með því að íbúar bæjarins sem búa við strandlengjuna myndu yfirgefa heimili sín. Í dag var þess krafist af hálfu yfirvalda.

Brian Button, bæjarstjórinn sagði í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið CBC að íbúar yrðu fluttir brutt með valdi ef á þyrfti að halda.

„Það sem hefur átt sér stað hér er algjör eyðilegging,“ er haft eftir Button.

Það sama má segja um aðra bæi á svæðinu en meðfylgjandi myndband er frá bænum Burego á Nýfundnalanndi. Eins og sjá má hefur sjórinn gengið langt á land og miklar skemmdir orðið. Ekki er búist við að veðrinu sloti fyrr en eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×