Viðskipti innlent

Forstjóri OR hyggst láta af störfum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bjarni hefur starfað sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í tólf ár.
Bjarni hefur starfað sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í tólf ár. Atli Már Hafsteinsson

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst láta af störfum frá og með 1. mars á næsta ári. Ný stjórn tekur senn við taumunum hjá Orkuveitunni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur en Bjarni hefur starfað sem forstjóri Orkuveitunnar síðustu tólf ár. Í bókun sem hann lagði fram á fundi stjórnar Orkuveitunnar segir hann sig telja að þetta sé rétti tíminn til að stíga til hliðar. 

„Nýtt kjörtímabil er nú hafið og ný stjórn tekur senn við taumunum í Orkuveitu Reykjavíkur. Ný stjórn mun væntanlega hefja vegferðina með stefnumótun fyrir Orkuveitusamstæðuna til næstu ára. Ég tel mikilvægt að hún fái tækifæri til að vinna það verk með eftirmanni mínum,“ segir í bókun Bjarna.

Stjórn Orkuveitunnar féllst á ósk Bjarna um starfslok og þakkaði honum fyrir góðan fyrirvara til að finna fyrirtækinu nýjan forstjóra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×