Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 19:52 Blaðamannafundurinn í kvöld var haldinn í tilefni af því að Eystrasaltsgasleiðslan var opnuð. Hún tengir Noreg við Danmörku og Pólland í þeim tilgangi að minnka nauðsyn ríkjanna til að flytja inn gas frá Rússlandi. Sean Gallup/Getty Images Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. „Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann. Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann.
Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira