Tónlist

Hildur Guðna­dóttir eigi mögu­leika á að slá met hljóti hún til­nefningu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020.
Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020.

Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“

Verði Hildur tilnefnd fyrir tónlist sína í báðum kvikmyndum verður hún fyrsta konan til þess að vera tilnefnd fyrir tvær kvikmyndir í einu í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þessu greinir Variety frá.

Tvísýnt var hvort Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ þar sem hluti af tónlist myndarinnar er samin af öðrum en myndin fjallar um framúrskarandi tónskáld og tónlistarstjóra. Sextíu prósent tónlistar kvikmyndarinnar verður að vera frumsamin og hafi Variety fengið staðfestingu á því að svo sé.

Hljóti Hildur aðeins eina tilnefningu í ár yrði hún þriðja konan til þess að hljóta meira en eina tilnefningu í fyrrnefndum flokki. Konan sem hefur hlotið flestar tilnefningar í flokknum er Rachel Portman en hún hefur hlotið þrjár. Hildur hefur því möguleika á að jafna standandi met.

Hildur vann eftirminnilega til Óskarsverðlauna í sama flokki árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Joker“ með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.