Afhjúpuðu enn meiri hrylling Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2022 19:37 Hryllingurinn í Karkív 25. september hefur nú komið betur í ljós. Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. „Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
„Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09