Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Peningastefnunefnd segir þar að vísbendingar eru um að vaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt á vexti almennrar eftirspurnar og umsvifum á húsnæðismarkaði. Verðbólga mældist 9,3% í september og hefur hjaðnað um 0,6 prósentur frá ágústfundi peningastefnunefndar. Hvernig hefur hækkun vaxta undanfarna mánuði haft áhrif á þig og þína fjölskyldu? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þar segir einnig að undirliggjandi verðbólga hafi hins vegar aukist á milli funda nefndarinnar. Þá eru vísbendingar um að verðbólguvæntingar séu farnar að lækka á ný þótt þær séu enn yfir verðbólgumarkmiði bankans. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Spenna í þjóðarbúskap hafi náð hámarki Í yfirlýsingu nefndarinnar segir samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga hafi hagvöxtur verið 6,8% á fyrri hluta þessa árs. „Eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins virðist hafa verið kröftug en útlit er fyrir að heldur hægi á umsvifum eftir því sem líður á veturinn. Nýlegar vísbendingar af vinnumarkaði benda jafnframt til þess að spenna í þjóðarbúskapnum hafi náð hámarki. Þá hafa alþjóðlegar efnahagshorfur versnað og óvissa aukist sem kann að leiða til þess að hraðar dragi úr innlendri eftirspurn en áður var gert ráð fyrir. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 7,50% 2. Lán gegn veði til 7 daga 6,50% 3. Innlán bundin í 7 daga 5,75% 4. Viðskiptareikningar 5,50%“ Næsta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt 23. nóvember næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Efnahagsmál Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Peningastefnunefnd segir þar að vísbendingar eru um að vaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt á vexti almennrar eftirspurnar og umsvifum á húsnæðismarkaði. Verðbólga mældist 9,3% í september og hefur hjaðnað um 0,6 prósentur frá ágústfundi peningastefnunefndar. Hvernig hefur hækkun vaxta undanfarna mánuði haft áhrif á þig og þína fjölskyldu? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Þar segir einnig að undirliggjandi verðbólga hafi hins vegar aukist á milli funda nefndarinnar. Þá eru vísbendingar um að verðbólguvæntingar séu farnar að lækka á ný þótt þær séu enn yfir verðbólgumarkmiði bankans. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Spenna í þjóðarbúskap hafi náð hámarki Í yfirlýsingu nefndarinnar segir samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga hafi hagvöxtur verið 6,8% á fyrri hluta þessa árs. „Eftirspurn á þriðja fjórðungi ársins virðist hafa verið kröftug en útlit er fyrir að heldur hægi á umsvifum eftir því sem líður á veturinn. Nýlegar vísbendingar af vinnumarkaði benda jafnframt til þess að spenna í þjóðarbúskapnum hafi náð hámarki. Þá hafa alþjóðlegar efnahagshorfur versnað og óvissa aukist sem kann að leiða til þess að hraðar dragi úr innlendri eftirspurn en áður var gert ráð fyrir. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum. Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 7,50% 2. Lán gegn veði til 7 daga 6,50% 3. Innlán bundin í 7 daga 5,75% 4. Viðskiptareikningar 5,50%“ Næsta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt 23. nóvember næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvernig hefur hækkun vaxta undanfarna mánuði haft áhrif á þig og þína fjölskyldu? Við viljum heyra frá þér. Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Efnahagsmál Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira