Menning

Anni­e Ernaux hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Annie Ernaux.
Annie Ernaux. Getty

Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Sænska akademían greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst klukkan 11, en Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi þann 10. desember.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að hún hljóti verðlaunin fyrir „hugrekki og skarpskyggni sína sem hún beiti til að varpa ljósi á rætur, ósamlyndi og sameiginlegar hömlur úr persónulegu minni“.

Ernaux er einn kunnasti rithöfundur Frakklands og hafa bækur eftir hana verið gefnar út á íslensku, meðal annars Staðurinn í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.

Hin 82 ára Ernaux gaf út sína fyrstu bók árið 1974, en hún sækir umfjöllunarefni bóka sinna mikið í eigin reynsluheim.  

Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut á síðasta ári bókmenntaverðlaun Nóbels. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að Gurnah hafi hlotið verðlaunin fyrir einarðar og samúðarfullar frásagnir hans af áhrifum nýlendustefnu og örlögum flóttamanna í hyldýpinu milli menningarheima og heimsálfa.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022

  • Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Fréttin hefur verið uppfærð


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×