Messi segir að HM í Katar verði „örugglega hans seinasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2022 07:00 Lionel Messi fær líklega bara einn séns í viðbót til að verða heimsmeistari. Elsa/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, segir að heimsmeistaramótið í Katar sem hefst í næsta mánuði verði örugglega hans seinasta á ferlinum. Þessi 35 ára leikmaður Paris Saint-Germain hefur leikið á fjórum heimsmeistaramótum með argentínska landsliðinu. Á þessum fjórum mótum hefur Messi skorað sex mörk og lagt upp önnurfimm fyrir liðsfélaga sína. Hans besti árangur á heimsmeistaramóti er annað sæti árið 2014 þar sem liðið tapaði gegn Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Eftir að Argentínumenn tryggðu sér sigur í Copa América árið 2021 er heimsmeistaratitillinn sá eini sem Messi vantar í ótrúlegt titlasafn sitt. „Þetta verður örugglega mitt seinasta HM,“ sagði Messi í samtali við ESPN. Lionel Messi confirms Qatar will be his last World Cup:"Surely, this will be my final World Cup." pic.twitter.com/65bAX3Hz2u— B/R Football (@brfootball) October 6, 2022 „Ég tel niður dagana að heimsmeistaramótinu. Það er bæði stress og spenna á sama tíma sem fylgir þessu. Maður vill að þetta sé að byrja núna, veltir fyrir sér hvað muni gerast og hvernig muni ganga.“ „Á HM getur allt gerst. Allir leikir eru erfiðir.Þeir sem eru taldir sigurstranglegastir vinna ekki alltaf,“ bætti Messi við. „Ég veit ekki hvort við séum taldir sigurstranglegastir, en Argentína á alltaf möguleika vegna sögunnar. Jafnvel meiri möguleika núna vegna þess hversu vel hefur gengið, en við erum ekki sigurstranglegastir. Ég held að það séu önnur lið fyrir ofan okkur.“ Messi á að baki 164 leiki fyrir argentínska landsliðið þar sem hann hefur skorað 90 mörk. Liðið situr í þriðja sæti styrkleikalista FIFA og mætir Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi í C-riðli heimsmeistaramótsins sem hefst þann 20 nóvember. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður Paris Saint-Germain hefur leikið á fjórum heimsmeistaramótum með argentínska landsliðinu. Á þessum fjórum mótum hefur Messi skorað sex mörk og lagt upp önnurfimm fyrir liðsfélaga sína. Hans besti árangur á heimsmeistaramóti er annað sæti árið 2014 þar sem liðið tapaði gegn Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Eftir að Argentínumenn tryggðu sér sigur í Copa América árið 2021 er heimsmeistaratitillinn sá eini sem Messi vantar í ótrúlegt titlasafn sitt. „Þetta verður örugglega mitt seinasta HM,“ sagði Messi í samtali við ESPN. Lionel Messi confirms Qatar will be his last World Cup:"Surely, this will be my final World Cup." pic.twitter.com/65bAX3Hz2u— B/R Football (@brfootball) October 6, 2022 „Ég tel niður dagana að heimsmeistaramótinu. Það er bæði stress og spenna á sama tíma sem fylgir þessu. Maður vill að þetta sé að byrja núna, veltir fyrir sér hvað muni gerast og hvernig muni ganga.“ „Á HM getur allt gerst. Allir leikir eru erfiðir.Þeir sem eru taldir sigurstranglegastir vinna ekki alltaf,“ bætti Messi við. „Ég veit ekki hvort við séum taldir sigurstranglegastir, en Argentína á alltaf möguleika vegna sögunnar. Jafnvel meiri möguleika núna vegna þess hversu vel hefur gengið, en við erum ekki sigurstranglegastir. Ég held að það séu önnur lið fyrir ofan okkur.“ Messi á að baki 164 leiki fyrir argentínska landsliðið þar sem hann hefur skorað 90 mörk. Liðið situr í þriðja sæti styrkleikalista FIFA og mætir Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi í C-riðli heimsmeistaramótsins sem hefst þann 20 nóvember.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira