ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 08:00 Tylan Birts var stigahæstur ÍR í sigrinum gegn Njarðvík í gær. Hann skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. VÍSIR/BÁRA Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu. Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu.
Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira