Fótbolti

Fær fyrsta landsleikinn 34 árum eftir andlát

Atli Arason skrifar
Jack Leslie January 1922: Soccer player Jack Leslie from Plymouth Argyle FC. (Photo by Topical Press Agency/Getty Images)
Jack Leslie January 1922: Soccer player Jack Leslie from Plymouth Argyle FC. (Photo by Topical Press Agency/Getty Images) Getty Images

Jack Leslie, fyrrum leikmaður Plymouth Argyle, fær sína eigin styttu og sérstaka heiðurshúfu fyrir landsleik sem hann fékk ekki að leika fyrir nærri 100 árum síðan.

Leslie var fyrsti dökki Englendingurinn til að vera valin í landsliðshóp Englands árið 1925 en var síðar neitað þátttöku eftir að forráðamenn landsliðsins komust af því að Leslie ætti þeldökka forfeður.

Í Bretlandi og víðar er þekkt að leikmenn fái derhúfu (e. cap) eftir hvern landsleik sem leikmennirnir tóku þátt í. Í ensku tungumáli eru því landsleikir taldir í fjölda derhúfna frekar en fjölda leikja.

Debbie Hewitt, formaður enska knattspyrnusambandsins, þakkaði Leslie fyrir framlag sitt til fótboltans með sérstakri heiðurs derhúfu í nafni Leslie, 97 árum eftir að hann var kallaður inn í enska landsliðshópinn. Jack Leslie lést árið 1988.

„Jack Leslie er fótboltagoðsögn sem hefur í gegnum sitt mótlæti haft jákvæð áhrif í baráttunni um að útrýma kynþáttafordómum úr fótboltanum,“ sagði Hewitt í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins. 

„Við höfum náð árangri undanfarin ár að gera enskan fótbolta meira fjölbreyttan og við stöndum í þakkarskuld við Jack og fjölskyldu hans fyrir þeirra framlag. Við erum stolt af því að styðja við bak þeirra baráttu með því að heiðra ferill Jack,“ bætti Hewitt við.

Þá hefur stytta af Jack Leslie verið afhjúpuð á heimavelli Plymouth, Home Park.  Leslie spilaði allan sinn ferill sem vængmaðurinn hjá Plymouth og skoraði 137 mörk í 400 leikjum fyrir liðið á tímabilinu 1921-1934.

Styttan af Jack Leslie fyrir utan Home Park.BBC



Fleiri fréttir

Sjá meira


×