Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:22 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira