Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. október 2022 07:01 Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson voru að horfa á Hvar er best að búa? með Lóu Pind þegar sú hugmynd kom upp að flytja fjölskylduna og fyrirtækið til Danmerkur og breyta alveg um lífstíl. Á þremur mánuðum var íbúðin í Kópavogi og ljósmyndastúdeóið selt og húsgögnum pakkað í gám. Síðan eru liðin fimm ár. „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. Og viti menn: Ákvörðun var tekin og um það bil þremur mánuðum síðar var búið að selja íbúðina í Kópavogi og ljósmyndastúdíóið, kaupa hús í Danmörku og pakka húsgögnum í gám. Ævintýrið var hafið. Þetta var árið 2017 og síðan þá hafa Lóa Dís og Torfi búið og starfað í um hundrað þúsund manna samfélagi Lálands- og Falstereyja. Þar sem grasið helst grænt allt árið, nema þá helst í júlí þegar hitinn er of mikill. Strax ákváðu þau að kaupa sér fasteign þar sem þau gætu verið út af fyrir sig en með húsinu fylgdi hlaða sem þau rifu niður og byggðu aftur sem vinnustað. Saman reka þau fyrirtækið sitt þaðan; NØR Station - Design & Photography. Lóa og Torfi féllu strax fyrir Lálandssvæðinu, keyptu sér hús á eins hektara jörð með hlöðu og gerðu húsin upp. Nú er hlaðan (svarta húsið) orðin að vinnustaðnum þeirra og heimilið hefur tekið stakkaskiptum. Stór garðurinn tryggir þeim algjört næði, en á þessu svæði er grasið grænt allt árið um kring og heitara loftslag en almennt gildir í Danmörku. Hvers vegna Danmörk? Lóa Dís hafði áður búið í Danmörku því þar kláraði hún BA námið sitt í grafískri hönnun. Síðar bjó hún í Mílanó á Ítalíu þar sem hún lauk meistaranámi í Business Desgin. Heimsborgaragen Lóu Dís voru löngu fyrir þann tíma vel þekkt en á sínum tíma fór hún sem skiptinemi til Ástralíu. Torfi þekkti ekki Danmörku en var lengi búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Torfi lauk námi í auglýsingaljósmyndun í Santa Barbara árið 1996 en eftir nám bjó hann og starfaði í borg englanna í tíu ár. En vaknaði hugmyndin bara við áhorf á Lóu Pind? „Nei aðdragandinn var lengri en ég held við séum bæði þannig að við vitum að við sköpum okkar eigin hamingju. Okkur langaði í ákveðin lífstíl. Okkur langaði í ævintýri, nýja menningu, nýtt fólk, nýtt tungumál, nýjar áskoranir og bara að breyta til,“ segir Lóa Dís og bætir við: Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima. En vorum þó ekki að flýja neitt því okkur gekk vel og það var allt í lagi með allt. Við vorum því byrjuð að hugsa fyrir alvöru að flytja út en vissum ekki hvert. Fyrr en þetta kvöld þegar við horfðum á þátt Lóu Pind.“ Lóa viðurkennir að hafa nánast hrópað Húrra þegar Torfi stakk upp á Danmörku. Því sjálfri hafði henni liðið mjög vel í Danmörku en þar sem hún hafði búið þar en ekki Torfi, hafði hún ekki stungið upp á því sjálf að þau flyttu þangað. Þegar þetta var starfaði Lóa Dís á auglýsingastofunni Hvíta húsið en áður hafði hún starfað á Íslensku auglýsingastofunni. Torfi hafði lengi rekið sitt eigið ljósmyndastúdeó og unnið bæði á Íslandi og erlendis. Hvaða aðra staði hafði ykkur dottið í hug að flytja til? „Við vorum í raun opin fyrir því hvert við færum en horfðum svolítið til Evrópu frekar en til dæmis Asíulandanna þar sem fjarlægðin er meiri og menningurmunurinn mikill,“ svarar Lóa. Hér má sjá hvernig hlaðan leit út þegar skötuhjúin fluttu til Danmerkur en þau enduðu með að rífa hana niður að mestu og byggja upp á nýtt. Á hægri mynd má sjá glitta í Torfa við vinnu en hann hefur lengi starfað sem auglýsingaljósmyndari víða um heim. Lóa Dís er grafískur hönnuður sem áður starfaði á Hvíta húsinu og Íslensku auglýsingastofunni. Allt sett á fullt Stuttu eftir þátt Lóu Pindar voru Lóa og Torfi á leið í brúðkaup til Hamborgar. Þau ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi og breyttu ferðinni þannig að á heimleið var komið við í Danmörku þar sem þau skoðuðu fullt af húsum í Lálandi. Hjónin segjast strax hafa fallið fyrir svæðinu sem þó er mikil andstæða við Ísland: flöt og gróðurmikil. Láland og systrareyjar hennar eru almennt kallaðar Suðurhafseyjarnar. Skötuhjúin fundu þó ekki rétta húsið strax. Því var ákveðið að fara í aðra ferð út nokkrum vikum síðar og í þetta sinn fóru dæturnar með: Isabella Nótt dóttir Lóu Dísar frá fyrra sambandi og Anna Cara dóttir Torfa frá fyrra sambandi. Isabella var þá 11 ára en Anna 16 ára. Húsið fannst og allt gerðist nokkuð hratt eftir það. Reyndar svo hratt að segja hjónin að Danirnir séu enn hissa á því hvernig það mögulega gat gerst, enda Íslendingar oft á tíðum svolítið hvatvísari en þeir. En það var mikið verk óunnið og tíma voru því allir kallaðir upp á dekk: Að smíða, handlanga, gera og græja. Smátt og smátt tók heimilið á sig mynd og síðar gjörbreytt hlaðan. „Ég man að einu sinni vorum við á vidjófundi með viðskiptavinum sem við þekktum reyndar frekar vel. Vinnuaðstaðan var ekki tilbúin og tölvurnar okkar því í svefnherberginu. Á miðjum fundinum spurði því einn viðskiptavinanna „fyrirgefið þið en eruð þið inni í svefnherbergi?““ segir Torfi og bætir við að auðvitað hafi þetta vakið nokkra kátínu hjá hópnum. Hjónin segja Dani duglega að endurnýja allt þegar ráðist er í framkvæmdir. Mikið sé um að kaupa notað á svokölluðum loppumörkuðum, jafnvel 200 ára gamla hurðahúna! Þetta sé eitt af því sem þeim hugnist vel í samanburði við samfélagið á Íslandi og eins því hversu umhverfisvænir Danir séu almennt. Áberandi er hversu stór og mikill garðurinn er allt um kring. Enda segja þau garðinn strax hafa heillað þau mikið. Mikið hafi verið í hann lagt og hann hannaður af landslagsarkitekt. Þar eru því alls konar tré og gróður sem jú, kallar reyndar á smá vinnu en er vel þess virði að þeirra sögn. Enda garðurinn mikil matarkista sem gefur af sér kirsuber, kataníuhnetur, vínber og fleira. „Við erum eins og ein í heiminum hér og fílum það í tætlur. Gætum meira að segja verið nakin í sólbaði án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Lóa og hlær. Nokkrar myndir frá Vancouver en Torfi segir oft mikinn mun á því að vinna ljósmyndaverkefni á Íslandi miðað við stór lönd eins og Bandaríkin eða Kanada þar sem her manns starfar í hverju verkefni. Á Íslandi eru það oftast nokkrir í senn og allir ganga í öll verk og redda málum. Umboðsmaður Torfa starfar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Vinnan Þótt fjarvinna sé vel þekkt fyrirbæri í kjölfar Covid var staðan alls ekki svo árið 2017 þegar Lóa og Torfi flytja út. Þau segja samt að flutningurinn og fjarlægðin við Ísland hafi aldrei truflað eitt eða neitt verkefna- eða vinnulega séð. Margir viðskiptavinir hjónanna eru því enn íslenskir viðskiptavinir. Þá hefur Torfi löngum unnið verkefni fyrir erlenda aðila með tilstilli umboðsmanns sem hann er með og starfar í Bandaríkjunum. Hvernig virkar slíkt fyrirkomulag: Ertu þá að greiða þessum umboðsmanni mánaðarlega? „Það eru auðvitað alls konar samningar til. En sá lang algengasti og það fyrirkomulag sem er hjá mér og mínum umboðsmanni virkar þannig að hann í rauninni starfar sem sölumaður fyrir mína hönd og fær síðan 25% af minni þóknun, þó ekki þeim hluta sem er til þess að dekka útlagðan kostnað,“ útskýrir Torfi. Vinnulega hefur það því frá fyrsta degi gengið mjög vel að færa sig yfir til Danmerkur. Auðvitað hafi það þýtt smá breytingar á til dæmis reikninga- og innheimufyrirkomulagi því viðskiptavinir þurfi að greiða reikninga sem millfærslu til Danmerkur. En aldrei hafi neitt mál komið upp. Stóra áskorunin var hins vegar sú að byggja upp viðskiptatengslin í nýja samfélaginu: Lálandi! „Hér gengur margt á íþróttafélagið. Þar er mikil tengslamyndunin og við erum nýkomin inn í það,“ segir Torfi. Íþróttafélagið og viðskipti? Hvernig gengur það fyrir sig? Við vorum í svolítinn tíma að átta okkur á því en þetta gengur þannig fyrir sig að mikið í samfélaginu hér gengur út á handboltann og að styðja við handboltaliðið. Sem er reyndar að gera góða hluti og keppir í annarri deild á landsvísu. Í gegnum starf íþróttahreyfingarinnar fer í raun öll tengslamyndun fram sem almennt þarf í viðskiptum. Því í þessu starfi taka allir þátt og það að vera virkur í því og stuðningsaðili þess eins og við erum núna, er að opna fyrir okkur mörg tækifæri og ýmsar dyr,“ segir Torfi. Þau segja að auðvitað komi líka til einhver viðskipti frá Kaupmannahöfn líka. Þótt borgin sé í smá fjarlægð eigi það samt við um marga aðra í Lálandi eins og þau að fólk býr þar en starfar í borginni. Hver finnst ykkur munurinn vera helst að vinna fyrir Dani í samanburði við Íslendinga? „Það er allt annað tempó hér. Heima var það þannig að allt þurfti að gerast strax. Maður var því alveg vanur því á auglýsingastofunum að verkefni kom inn og það þurfti hreinlega að vera tilbúið „í gær.“ Fyrst þegar við vorum hér, brást ég því þannig við ef danskur kúnni talaði um að lægi á að klára eitthvað,“ segir Lóa og útskýrir: „Þá sagði ég kannski: Já ekkert mál, ég kemst samt ekki í þetta fyrr en seinnipartinn eða í kvöld…“ sem fékk Danann til að súpa hveljur og svara: „Nei, nei ég er bara að tala um að það væri gott ef þetta væri klárt í byrjun næsta mánaðar!“ Þá benda þau á að í um tuttugu ár hefur vinnuvikan í Danmörku aðeins verið 37 klukkustundir í Danmörku. Þau segja umræðuna ytra vera þá að stytta vinnuvikuna enn meir því löngu sannað sé að afköstin verða ekki meiri fyrir atvinnulífið þótt vinnustundirnar séu fleiri. Því sé hreinlega öfugt farið. Þegar fjölskyldan flutti út var Anna Cara 16 ára en Isabella 11 ára. Í dag er Anna Cara í framhaldskóla í Danmörku en þar fá framhaldsskólanemar laun greidd fyrir að vera í skóla. Anna fær því sem samsvarar um 40 þúsund krónur íslenskar á mánuði í vasapening frá ríkinu sem ekki telst lán. Isabella ákvað að skella sér til Íslands í vetur, púkka upp á íslenskuna og fara í Kvennaskólann í Reykjavík. Fjölskyldulífið Hjónin upplifa flutninginn til Danmerkur sem mjög jákvæða lífsgæðalega séð. Veðráttan í Lálandi sé til dæmis einstaklega góð og því sé veðrið almennt heitara þar en gengur og gerist í Danmörku og vor, sumar og haust því lengra tímabil: Í mars er komið gott vor og núna í byrjun október er enn um 15-16 stiga hiti alla daga. En hvernig gekk að flytja út með tvær dætur og láta allt ganga upp á nýjum stað? „Ef ég tek Isabellu sem dæmi þá má segja að hún hafi ekki talað neitt fyrstu þrjá mánuðina hér nema í mesta lagi sagt Ja eða Nej. En eftir þessa þrjá mánuði opnaði hún munninn og var þá altalandi á dönsku,“ segir Lóa og brosir. Heimilis- og fjölskyldulífið hefur gengið ótrúlega vel þar sem allir una vel við sitt. Þá sé líka skemmtilegt frá því að segja að elsti sonur Torfa, Gunnar, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðin þrettán ár eða svo og nú hafa bæði móðir Lóu og stjúpi auk tveggja bræðra flutt á svæðið og fleira vinafólk. „Áreitið hér og stressið er líka bara ekki eins mikið hér og heima. Það er ekki þessi keppni alltaf. Maður er svo miklu afslappaðri og nær að gera svo miklu meira hér en heima,“ segja hjónin og eiga þá ekki aðeins við það að geta farið í dagsferðir til Þýskalands eða Malmö, skíði til Svíþjóðar eða álíka, heldur líka það hvernig hið daglega líf gengur fyrir sig.“ Enda segja þau Dani hugsa margt öðruvísi, áherslan sé alltaf sú að fólki líði sem best og þarna sé munur strax hjá börnunum. Þau taka dæmi: Isabella byrjaði strax í tónlistarskóla þegar þau komu út og hélt áfram í gítarnámi. Eins og almennt er venjan hér, var gert ráð fyrir að Isabella þyrfti að mæta kannski tvisvar þrisvar í viku ef hún vildi gera þetta almennilega. En nei, alls ekki. Því Ísabella átti að mæta einu sinni í viku því mikið er lagt upp úr fjölbreytileika. Isabella fór til dæmis í hljómsveit líka en í tónlistarskólanum er boðið frítt upp á alls kyns valmöguleika, til dæmis að búa til flott tónlistarmyndbönd, vera í kór og fleira. Anna Cara kláraði 10.bekkinn á Íslandi en er núna í menntaskóla úti. Þar fá framhaldskólanemendur laun fyrir að vera í skóla. Þessi laun eru ekki lán heldur hugsuð sem vasapeningur og fær Anna Cara sem samsvarar um fjörtíu þúsund krónur íslenskar á mánuði. Stóri garðurinn heillaði strax enda mikil matarkista segja hjónin. Alls konar ber, hnetur og fleira svo ekki sé talað um aðstöðuna til að liggja í sólinni á daginn eða horfa á fallegt sólsetur á kvöldin. Frá Lálandi er stutt að fara til Þýskalands í dagsferð, skíði til Svíþjóðar eða bara skemmtilega dagsferð til Kaupmannahafnar. En hvernig með ykkur hjónin: Hvernig er að búa saman og vinna saman alla daga allan ársins hring? „Bara mjög vel,“ svara hjónin í kór. „Það gengur allt saman mjög vel en ég myndi frekar segja að það sem maður hefur lært að passa sig svolítið á er að einangra sig ekki. Þannig að við erum orðin meðvituð um að fara alltaf út, helst eitthvað á hverjum degi. Erum bæði í tónlistarskóla, förum saman í Crossfit og erum í gospelkór,“ segir Torfi. Þá eru þau sjálfboðaliðar fyrir dvalarheimilið og fara reglulega út að hjóla með eldra fólkið þar. „Þegar vinnustaðurinn er í rauninni bara 40 metrum frá heimilinu og manni líður vel, gæti það gerst nánast óvart að maður einangrast og fattar ekki að maður er ekki að fara héðan nema þá kannski helst út í búð til að kaupa mjólk,“ segir Torfi. Nýverið settu hjónin sér þó þá reglu að hafa sig til á morgnana, áður en gengið er yfir í vinnustofu. „Því þegar það eru engir fundir og við eigum ekki von á neinum er ekkert sem segir að maður geti ekki bara verið í jógafötunum og inniskónum allan daginn,“ segir Lóa Dís. Þá segja þau líka mikilvægt þegar flutt er á annan stað að vera opin fyrir því að kynnast samfélaginu og gefa af sér til þess. Ekki sé nóg að undirbúa sig bara vel áður en maður flytur. Aðspurð um helstu atriði sem þau myndi mæla með að fólk myndi kynna sér áður en það flyst búferlum á milli landa segja þau alla hluti telja: Að kynna sér húsnæðismálin, skólakerfið, skattakerfið og svo framvegis. „Því þú ert í rauninni að byrja allt upp á nýtt. Hvar ætlar þú að kaupa fötin þín? Hvar færðu te-ið sem þú ert vön að kaupa? Eða ætlar þú að prófa nýja tegund af te-i? Hvað með tannlækninn? Hvernig var stuðningsnetið þitt heima að virka því á nýjum stað ertu ekki með ömmur og afa að kalla í og svo framvegis. Allt þetta er gott að hugsa um fyrirfram,“ segir Lóa. Að þeirra mati eru breytingar sem þessar því líklegar til að þjappa fjölskyldunni saman. Í dag er Isabella reyndar stödd á Íslandi þar sem hún gengur í Kvennaskólann í Reykjavík. Bæði til að efla íslenskuna sína en eins segir Lóa hana vera flökkukind eins og móðir sín. Hjónin leggja áherslu á að þótt flutningar og fyrirtækjareksturinn gangi frábærlega þarna úti, eru þau fyrst og fremst Íslendingar og verða alltaf. Enda séu þau stolt af landi og þjóð. „Íslendingar eru auðvitað frábærir og auðvitað saknar maður þeirra oft líka. Danirnir eru mýkri og opnari en kannski ferkantaðri með margt. Til dæmis meiri möppudýr en við erum heima. En það er mjög jákvætt hér hvað Danir eru meðvitaðir um að yfirkeyra sig ekki í vinnu eða öðru kapphlaupi og hversu mikla áherslu þeir leggja á góð lífsgæði og að sporna við öllu sem heitir stress,“ segir Torfi. Og Lóa bætir við: En ef manni langar að gera eitthvað, þá er bara að láta það gerast og stóla á sjálfan sig. Ekki bíða. Maður veit aldrei hvernig lífið fer, sjáðu til. Og það er aldrei neitt meitlað í stein, það má skipta um skoðun án þess að kalla það mistök. Fyrir utan það, þá gera mistök mann bara sterkari og víðsýnni og hvernig á maður að geta stækkað ef maður tekur aldrei neina áhættu í lífinu? Það er svo mikilvægt að hafa tíma til að vera til.“ Hér má sjá brot af þætti Lóu Pindar, Hvar er best að búa?, sem kveikti þá hugmynd hjá Lóu Dís og Torfa að flytja fjölskylduna og fyrirtækið til Danmerkur. Fjarvinna Vinnustaðurinn Auglýsinga- og markaðsmál Starfsframi Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og viti menn: Ákvörðun var tekin og um það bil þremur mánuðum síðar var búið að selja íbúðina í Kópavogi og ljósmyndastúdíóið, kaupa hús í Danmörku og pakka húsgögnum í gám. Ævintýrið var hafið. Þetta var árið 2017 og síðan þá hafa Lóa Dís og Torfi búið og starfað í um hundrað þúsund manna samfélagi Lálands- og Falstereyja. Þar sem grasið helst grænt allt árið, nema þá helst í júlí þegar hitinn er of mikill. Strax ákváðu þau að kaupa sér fasteign þar sem þau gætu verið út af fyrir sig en með húsinu fylgdi hlaða sem þau rifu niður og byggðu aftur sem vinnustað. Saman reka þau fyrirtækið sitt þaðan; NØR Station - Design & Photography. Lóa og Torfi féllu strax fyrir Lálandssvæðinu, keyptu sér hús á eins hektara jörð með hlöðu og gerðu húsin upp. Nú er hlaðan (svarta húsið) orðin að vinnustaðnum þeirra og heimilið hefur tekið stakkaskiptum. Stór garðurinn tryggir þeim algjört næði, en á þessu svæði er grasið grænt allt árið um kring og heitara loftslag en almennt gildir í Danmörku. Hvers vegna Danmörk? Lóa Dís hafði áður búið í Danmörku því þar kláraði hún BA námið sitt í grafískri hönnun. Síðar bjó hún í Mílanó á Ítalíu þar sem hún lauk meistaranámi í Business Desgin. Heimsborgaragen Lóu Dís voru löngu fyrir þann tíma vel þekkt en á sínum tíma fór hún sem skiptinemi til Ástralíu. Torfi þekkti ekki Danmörku en var lengi búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Torfi lauk námi í auglýsingaljósmyndun í Santa Barbara árið 1996 en eftir nám bjó hann og starfaði í borg englanna í tíu ár. En vaknaði hugmyndin bara við áhorf á Lóu Pind? „Nei aðdragandinn var lengri en ég held við séum bæði þannig að við vitum að við sköpum okkar eigin hamingju. Okkur langaði í ákveðin lífstíl. Okkur langaði í ævintýri, nýja menningu, nýtt fólk, nýtt tungumál, nýjar áskoranir og bara að breyta til,“ segir Lóa Dís og bætir við: Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima. En vorum þó ekki að flýja neitt því okkur gekk vel og það var allt í lagi með allt. Við vorum því byrjuð að hugsa fyrir alvöru að flytja út en vissum ekki hvert. Fyrr en þetta kvöld þegar við horfðum á þátt Lóu Pind.“ Lóa viðurkennir að hafa nánast hrópað Húrra þegar Torfi stakk upp á Danmörku. Því sjálfri hafði henni liðið mjög vel í Danmörku en þar sem hún hafði búið þar en ekki Torfi, hafði hún ekki stungið upp á því sjálf að þau flyttu þangað. Þegar þetta var starfaði Lóa Dís á auglýsingastofunni Hvíta húsið en áður hafði hún starfað á Íslensku auglýsingastofunni. Torfi hafði lengi rekið sitt eigið ljósmyndastúdeó og unnið bæði á Íslandi og erlendis. Hvaða aðra staði hafði ykkur dottið í hug að flytja til? „Við vorum í raun opin fyrir því hvert við færum en horfðum svolítið til Evrópu frekar en til dæmis Asíulandanna þar sem fjarlægðin er meiri og menningurmunurinn mikill,“ svarar Lóa. Hér má sjá hvernig hlaðan leit út þegar skötuhjúin fluttu til Danmerkur en þau enduðu með að rífa hana niður að mestu og byggja upp á nýtt. Á hægri mynd má sjá glitta í Torfa við vinnu en hann hefur lengi starfað sem auglýsingaljósmyndari víða um heim. Lóa Dís er grafískur hönnuður sem áður starfaði á Hvíta húsinu og Íslensku auglýsingastofunni. Allt sett á fullt Stuttu eftir þátt Lóu Pindar voru Lóa og Torfi á leið í brúðkaup til Hamborgar. Þau ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi og breyttu ferðinni þannig að á heimleið var komið við í Danmörku þar sem þau skoðuðu fullt af húsum í Lálandi. Hjónin segjast strax hafa fallið fyrir svæðinu sem þó er mikil andstæða við Ísland: flöt og gróðurmikil. Láland og systrareyjar hennar eru almennt kallaðar Suðurhafseyjarnar. Skötuhjúin fundu þó ekki rétta húsið strax. Því var ákveðið að fara í aðra ferð út nokkrum vikum síðar og í þetta sinn fóru dæturnar með: Isabella Nótt dóttir Lóu Dísar frá fyrra sambandi og Anna Cara dóttir Torfa frá fyrra sambandi. Isabella var þá 11 ára en Anna 16 ára. Húsið fannst og allt gerðist nokkuð hratt eftir það. Reyndar svo hratt að segja hjónin að Danirnir séu enn hissa á því hvernig það mögulega gat gerst, enda Íslendingar oft á tíðum svolítið hvatvísari en þeir. En það var mikið verk óunnið og tíma voru því allir kallaðir upp á dekk: Að smíða, handlanga, gera og græja. Smátt og smátt tók heimilið á sig mynd og síðar gjörbreytt hlaðan. „Ég man að einu sinni vorum við á vidjófundi með viðskiptavinum sem við þekktum reyndar frekar vel. Vinnuaðstaðan var ekki tilbúin og tölvurnar okkar því í svefnherberginu. Á miðjum fundinum spurði því einn viðskiptavinanna „fyrirgefið þið en eruð þið inni í svefnherbergi?““ segir Torfi og bætir við að auðvitað hafi þetta vakið nokkra kátínu hjá hópnum. Hjónin segja Dani duglega að endurnýja allt þegar ráðist er í framkvæmdir. Mikið sé um að kaupa notað á svokölluðum loppumörkuðum, jafnvel 200 ára gamla hurðahúna! Þetta sé eitt af því sem þeim hugnist vel í samanburði við samfélagið á Íslandi og eins því hversu umhverfisvænir Danir séu almennt. Áberandi er hversu stór og mikill garðurinn er allt um kring. Enda segja þau garðinn strax hafa heillað þau mikið. Mikið hafi verið í hann lagt og hann hannaður af landslagsarkitekt. Þar eru því alls konar tré og gróður sem jú, kallar reyndar á smá vinnu en er vel þess virði að þeirra sögn. Enda garðurinn mikil matarkista sem gefur af sér kirsuber, kataníuhnetur, vínber og fleira. „Við erum eins og ein í heiminum hér og fílum það í tætlur. Gætum meira að segja verið nakin í sólbaði án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Lóa og hlær. Nokkrar myndir frá Vancouver en Torfi segir oft mikinn mun á því að vinna ljósmyndaverkefni á Íslandi miðað við stór lönd eins og Bandaríkin eða Kanada þar sem her manns starfar í hverju verkefni. Á Íslandi eru það oftast nokkrir í senn og allir ganga í öll verk og redda málum. Umboðsmaður Torfa starfar í Los Angeles í Bandaríkjunum. Vinnan Þótt fjarvinna sé vel þekkt fyrirbæri í kjölfar Covid var staðan alls ekki svo árið 2017 þegar Lóa og Torfi flytja út. Þau segja samt að flutningurinn og fjarlægðin við Ísland hafi aldrei truflað eitt eða neitt verkefna- eða vinnulega séð. Margir viðskiptavinir hjónanna eru því enn íslenskir viðskiptavinir. Þá hefur Torfi löngum unnið verkefni fyrir erlenda aðila með tilstilli umboðsmanns sem hann er með og starfar í Bandaríkjunum. Hvernig virkar slíkt fyrirkomulag: Ertu þá að greiða þessum umboðsmanni mánaðarlega? „Það eru auðvitað alls konar samningar til. En sá lang algengasti og það fyrirkomulag sem er hjá mér og mínum umboðsmanni virkar þannig að hann í rauninni starfar sem sölumaður fyrir mína hönd og fær síðan 25% af minni þóknun, þó ekki þeim hluta sem er til þess að dekka útlagðan kostnað,“ útskýrir Torfi. Vinnulega hefur það því frá fyrsta degi gengið mjög vel að færa sig yfir til Danmerkur. Auðvitað hafi það þýtt smá breytingar á til dæmis reikninga- og innheimufyrirkomulagi því viðskiptavinir þurfi að greiða reikninga sem millfærslu til Danmerkur. En aldrei hafi neitt mál komið upp. Stóra áskorunin var hins vegar sú að byggja upp viðskiptatengslin í nýja samfélaginu: Lálandi! „Hér gengur margt á íþróttafélagið. Þar er mikil tengslamyndunin og við erum nýkomin inn í það,“ segir Torfi. Íþróttafélagið og viðskipti? Hvernig gengur það fyrir sig? Við vorum í svolítinn tíma að átta okkur á því en þetta gengur þannig fyrir sig að mikið í samfélaginu hér gengur út á handboltann og að styðja við handboltaliðið. Sem er reyndar að gera góða hluti og keppir í annarri deild á landsvísu. Í gegnum starf íþróttahreyfingarinnar fer í raun öll tengslamyndun fram sem almennt þarf í viðskiptum. Því í þessu starfi taka allir þátt og það að vera virkur í því og stuðningsaðili þess eins og við erum núna, er að opna fyrir okkur mörg tækifæri og ýmsar dyr,“ segir Torfi. Þau segja að auðvitað komi líka til einhver viðskipti frá Kaupmannahöfn líka. Þótt borgin sé í smá fjarlægð eigi það samt við um marga aðra í Lálandi eins og þau að fólk býr þar en starfar í borginni. Hver finnst ykkur munurinn vera helst að vinna fyrir Dani í samanburði við Íslendinga? „Það er allt annað tempó hér. Heima var það þannig að allt þurfti að gerast strax. Maður var því alveg vanur því á auglýsingastofunum að verkefni kom inn og það þurfti hreinlega að vera tilbúið „í gær.“ Fyrst þegar við vorum hér, brást ég því þannig við ef danskur kúnni talaði um að lægi á að klára eitthvað,“ segir Lóa og útskýrir: „Þá sagði ég kannski: Já ekkert mál, ég kemst samt ekki í þetta fyrr en seinnipartinn eða í kvöld…“ sem fékk Danann til að súpa hveljur og svara: „Nei, nei ég er bara að tala um að það væri gott ef þetta væri klárt í byrjun næsta mánaðar!“ Þá benda þau á að í um tuttugu ár hefur vinnuvikan í Danmörku aðeins verið 37 klukkustundir í Danmörku. Þau segja umræðuna ytra vera þá að stytta vinnuvikuna enn meir því löngu sannað sé að afköstin verða ekki meiri fyrir atvinnulífið þótt vinnustundirnar séu fleiri. Því sé hreinlega öfugt farið. Þegar fjölskyldan flutti út var Anna Cara 16 ára en Isabella 11 ára. Í dag er Anna Cara í framhaldskóla í Danmörku en þar fá framhaldsskólanemar laun greidd fyrir að vera í skóla. Anna fær því sem samsvarar um 40 þúsund krónur íslenskar á mánuði í vasapening frá ríkinu sem ekki telst lán. Isabella ákvað að skella sér til Íslands í vetur, púkka upp á íslenskuna og fara í Kvennaskólann í Reykjavík. Fjölskyldulífið Hjónin upplifa flutninginn til Danmerkur sem mjög jákvæða lífsgæðalega séð. Veðráttan í Lálandi sé til dæmis einstaklega góð og því sé veðrið almennt heitara þar en gengur og gerist í Danmörku og vor, sumar og haust því lengra tímabil: Í mars er komið gott vor og núna í byrjun október er enn um 15-16 stiga hiti alla daga. En hvernig gekk að flytja út með tvær dætur og láta allt ganga upp á nýjum stað? „Ef ég tek Isabellu sem dæmi þá má segja að hún hafi ekki talað neitt fyrstu þrjá mánuðina hér nema í mesta lagi sagt Ja eða Nej. En eftir þessa þrjá mánuði opnaði hún munninn og var þá altalandi á dönsku,“ segir Lóa og brosir. Heimilis- og fjölskyldulífið hefur gengið ótrúlega vel þar sem allir una vel við sitt. Þá sé líka skemmtilegt frá því að segja að elsti sonur Torfa, Gunnar, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðin þrettán ár eða svo og nú hafa bæði móðir Lóu og stjúpi auk tveggja bræðra flutt á svæðið og fleira vinafólk. „Áreitið hér og stressið er líka bara ekki eins mikið hér og heima. Það er ekki þessi keppni alltaf. Maður er svo miklu afslappaðri og nær að gera svo miklu meira hér en heima,“ segja hjónin og eiga þá ekki aðeins við það að geta farið í dagsferðir til Þýskalands eða Malmö, skíði til Svíþjóðar eða álíka, heldur líka það hvernig hið daglega líf gengur fyrir sig.“ Enda segja þau Dani hugsa margt öðruvísi, áherslan sé alltaf sú að fólki líði sem best og þarna sé munur strax hjá börnunum. Þau taka dæmi: Isabella byrjaði strax í tónlistarskóla þegar þau komu út og hélt áfram í gítarnámi. Eins og almennt er venjan hér, var gert ráð fyrir að Isabella þyrfti að mæta kannski tvisvar þrisvar í viku ef hún vildi gera þetta almennilega. En nei, alls ekki. Því Ísabella átti að mæta einu sinni í viku því mikið er lagt upp úr fjölbreytileika. Isabella fór til dæmis í hljómsveit líka en í tónlistarskólanum er boðið frítt upp á alls kyns valmöguleika, til dæmis að búa til flott tónlistarmyndbönd, vera í kór og fleira. Anna Cara kláraði 10.bekkinn á Íslandi en er núna í menntaskóla úti. Þar fá framhaldskólanemendur laun fyrir að vera í skóla. Þessi laun eru ekki lán heldur hugsuð sem vasapeningur og fær Anna Cara sem samsvarar um fjörtíu þúsund krónur íslenskar á mánuði. Stóri garðurinn heillaði strax enda mikil matarkista segja hjónin. Alls konar ber, hnetur og fleira svo ekki sé talað um aðstöðuna til að liggja í sólinni á daginn eða horfa á fallegt sólsetur á kvöldin. Frá Lálandi er stutt að fara til Þýskalands í dagsferð, skíði til Svíþjóðar eða bara skemmtilega dagsferð til Kaupmannahafnar. En hvernig með ykkur hjónin: Hvernig er að búa saman og vinna saman alla daga allan ársins hring? „Bara mjög vel,“ svara hjónin í kór. „Það gengur allt saman mjög vel en ég myndi frekar segja að það sem maður hefur lært að passa sig svolítið á er að einangra sig ekki. Þannig að við erum orðin meðvituð um að fara alltaf út, helst eitthvað á hverjum degi. Erum bæði í tónlistarskóla, förum saman í Crossfit og erum í gospelkór,“ segir Torfi. Þá eru þau sjálfboðaliðar fyrir dvalarheimilið og fara reglulega út að hjóla með eldra fólkið þar. „Þegar vinnustaðurinn er í rauninni bara 40 metrum frá heimilinu og manni líður vel, gæti það gerst nánast óvart að maður einangrast og fattar ekki að maður er ekki að fara héðan nema þá kannski helst út í búð til að kaupa mjólk,“ segir Torfi. Nýverið settu hjónin sér þó þá reglu að hafa sig til á morgnana, áður en gengið er yfir í vinnustofu. „Því þegar það eru engir fundir og við eigum ekki von á neinum er ekkert sem segir að maður geti ekki bara verið í jógafötunum og inniskónum allan daginn,“ segir Lóa Dís. Þá segja þau líka mikilvægt þegar flutt er á annan stað að vera opin fyrir því að kynnast samfélaginu og gefa af sér til þess. Ekki sé nóg að undirbúa sig bara vel áður en maður flytur. Aðspurð um helstu atriði sem þau myndi mæla með að fólk myndi kynna sér áður en það flyst búferlum á milli landa segja þau alla hluti telja: Að kynna sér húsnæðismálin, skólakerfið, skattakerfið og svo framvegis. „Því þú ert í rauninni að byrja allt upp á nýtt. Hvar ætlar þú að kaupa fötin þín? Hvar færðu te-ið sem þú ert vön að kaupa? Eða ætlar þú að prófa nýja tegund af te-i? Hvað með tannlækninn? Hvernig var stuðningsnetið þitt heima að virka því á nýjum stað ertu ekki með ömmur og afa að kalla í og svo framvegis. Allt þetta er gott að hugsa um fyrirfram,“ segir Lóa. Að þeirra mati eru breytingar sem þessar því líklegar til að þjappa fjölskyldunni saman. Í dag er Isabella reyndar stödd á Íslandi þar sem hún gengur í Kvennaskólann í Reykjavík. Bæði til að efla íslenskuna sína en eins segir Lóa hana vera flökkukind eins og móðir sín. Hjónin leggja áherslu á að þótt flutningar og fyrirtækjareksturinn gangi frábærlega þarna úti, eru þau fyrst og fremst Íslendingar og verða alltaf. Enda séu þau stolt af landi og þjóð. „Íslendingar eru auðvitað frábærir og auðvitað saknar maður þeirra oft líka. Danirnir eru mýkri og opnari en kannski ferkantaðri með margt. Til dæmis meiri möppudýr en við erum heima. En það er mjög jákvætt hér hvað Danir eru meðvitaðir um að yfirkeyra sig ekki í vinnu eða öðru kapphlaupi og hversu mikla áherslu þeir leggja á góð lífsgæði og að sporna við öllu sem heitir stress,“ segir Torfi. Og Lóa bætir við: En ef manni langar að gera eitthvað, þá er bara að láta það gerast og stóla á sjálfan sig. Ekki bíða. Maður veit aldrei hvernig lífið fer, sjáðu til. Og það er aldrei neitt meitlað í stein, það má skipta um skoðun án þess að kalla það mistök. Fyrir utan það, þá gera mistök mann bara sterkari og víðsýnni og hvernig á maður að geta stækkað ef maður tekur aldrei neina áhættu í lífinu? Það er svo mikilvægt að hafa tíma til að vera til.“ Hér má sjá brot af þætti Lóu Pindar, Hvar er best að búa?, sem kveikti þá hugmynd hjá Lóu Dís og Torfa að flytja fjölskylduna og fyrirtækið til Danmerkur.
Fjarvinna Vinnustaðurinn Auglýsinga- og markaðsmál Starfsframi Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01
Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01