Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 16:29 Íshellan í Grímsvötnum er að lækka. Vísir/RAX Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira