Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. október 2022 16:32 Mikill fjöldi Úkraínumanna hefur komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst, Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35
Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55