Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. október 2022 16:32 Mikill fjöldi Úkraínumanna hefur komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst, Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Verndin sem er nú framlengd þar til í mars 2024 gefur Úkraínumönnum á flótta tækifæri til þess að finna sér vinnu, stunda nám og hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu hjá ríkjum Evrópusambandsins. EU Observer greinir frá. Búist sé við því að fleiri leiti sér aðstoðar og flýi land eftir árásir morgunsins en Rússar skutu loftskeytum til Úkraínu, þar á meðal höfuðborgarinnar Kænugarðs. Verndin nái til um það bil 4,2 milljóna Úkraínumanna sem séu á flótta innan sambandsins. Úkraínumenn sem kjósi að snúa heim geti þó haldið flóttamannastöðu sinni ef þau skyldu þurfa að flýja land skyndilega en flytji þau heim hafi þau ekki sömu réttindi og ef þau myndu setjast að í öðru landi innan Evrópusambandsins. Nýi gagnagrunnur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun einnig hjálpa Úkraínumönnum á flótta en gagnagrunnurinn ber heitið „EU Talent Pool.“ Hann mun gera þessum hópi fólks kleift að setja ferilskrá sína inn í gagnagrunn sem nær til 4.000 atvinnuveitenda ásamt opinberra þjónustuaðila innan Evrópusambandsins. Reuters greinir frá þessu. Einhverjir atvinnuveitendur eigi við mannaflaskort um þessar mundir og geti þetta tól nýst þeim vel en 600 þúsund Úkraínumenn hafa komið inn á atvinnumarkað Evrópusambandsins síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Evrópusambandið Tengdar fréttir Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Tugir særð eða látin eftir sprengingar Rússa í morgun Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35
Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55