Rüdiger hetja Evrópumeistaranna | Benfica tók stig af PSG 11. október 2022 21:00 Antonio Rüdiger skoraði jöfnunarmark Real Madrid í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Evrópumeistarar Real Madrid máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma. Evrópumeistarar Real Madrid hefðu tryggt sér sæti í útsláttakeppni Meistaradeildarinnar með sigri, en það var Oleksandr Zubkov sem kom heimamönnum í Shakhtar Donetsk í forystu þegar hann skoraði í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Bogdan Mykhaylichenko. Lengi vel leit út fyrir að heimamenn myndu landa sigrinum og staðan var enn 1-0 þegar komið var djúpt inn í uppbótartíma. Það var ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartímans að jöfnunarmarkið leit dagsins ljós þegar Antonio Rüdiger skallaði fyrirgjöf Toni Kroos í netið og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Real Madrid trónir því enn á toppi F-riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, fimm stigum fyrir ofan Shakhtar Donetsk sem situr í þriðja sæti riðilsins. Madrídingar þurfa aðeins tvö stig úr seinustu tveimur leikjum riðilsins til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. ⚽ 90'+5' | 1-1 | GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOAAAAALLLL by @ToniRuediger!!!! #UCL | #FIFA23 pic.twitter.com/a37DalIHkt— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 11, 2022 Þá þurfti franska stórliðið Paris Saint-Germain einnig að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kylian Mbappé kom heimamönnum í forystu með marki af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Joao Mario jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega klukkutíma leik, einnig af vítapunktinum. PSG og Benfica eru því enn jöfn á toppi H-riðils með átt stig hvor og eru bæði á góðri leið með að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. Úrslit kvöldsins E-riðill AC Milan 0-2 Chelsea Dinamo Zagreb 1-1 FC Salzburg F-riðill Celtic 0-2 RB Leipzig Shakhtar Donetsk 1-1 Real Madrid G-riðill FC Kaupannahöfn 0-0 Manchester City Borussia Dortmund 1-1 Sevilla H-riðill Maccabi Haifa 2-0 Juventus Paris Saint-Germain 1-1 Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Real Madrid máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma. Evrópumeistarar Real Madrid hefðu tryggt sér sæti í útsláttakeppni Meistaradeildarinnar með sigri, en það var Oleksandr Zubkov sem kom heimamönnum í Shakhtar Donetsk í forystu þegar hann skoraði í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Bogdan Mykhaylichenko. Lengi vel leit út fyrir að heimamenn myndu landa sigrinum og staðan var enn 1-0 þegar komið var djúpt inn í uppbótartíma. Það var ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartímans að jöfnunarmarkið leit dagsins ljós þegar Antonio Rüdiger skallaði fyrirgjöf Toni Kroos í netið og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Real Madrid trónir því enn á toppi F-riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, fimm stigum fyrir ofan Shakhtar Donetsk sem situr í þriðja sæti riðilsins. Madrídingar þurfa aðeins tvö stig úr seinustu tveimur leikjum riðilsins til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. ⚽ 90'+5' | 1-1 | GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOAAAAALLLL by @ToniRuediger!!!! #UCL | #FIFA23 pic.twitter.com/a37DalIHkt— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 11, 2022 Þá þurfti franska stórliðið Paris Saint-Germain einnig að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kylian Mbappé kom heimamönnum í forystu með marki af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Joao Mario jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega klukkutíma leik, einnig af vítapunktinum. PSG og Benfica eru því enn jöfn á toppi H-riðils með átt stig hvor og eru bæði á góðri leið með að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni. Úrslit kvöldsins E-riðill AC Milan 0-2 Chelsea Dinamo Zagreb 1-1 FC Salzburg F-riðill Celtic 0-2 RB Leipzig Shakhtar Donetsk 1-1 Real Madrid G-riðill FC Kaupannahöfn 0-0 Manchester City Borussia Dortmund 1-1 Sevilla H-riðill Maccabi Haifa 2-0 Juventus Paris Saint-Germain 1-1 Benfica
E-riðill AC Milan 0-2 Chelsea Dinamo Zagreb 1-1 FC Salzburg F-riðill Celtic 0-2 RB Leipzig Shakhtar Donetsk 1-1 Real Madrid G-riðill FC Kaupannahöfn 0-0 Manchester City Borussia Dortmund 1-1 Sevilla H-riðill Maccabi Haifa 2-0 Juventus Paris Saint-Germain 1-1 Benfica
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti