Hættur að versla við KS vegna stríðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 13:52 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu. Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan fyrir því er sú að nafni hans, Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, er heiðurskonsúll Rússlands í Skagafirði. Ólafur bendir á að KS hafi slitið samstarfi sínu við Arnar Grant þegar hann var sakaður um kynferðisbrot og því skilji hann ekki hvers vegna þeir vilji tengja sig við Rússland. „Eins rétt ákvörðun og það er hjá Kaupfélaginu að vilja ekki láta tengja sig við ásakanir um kynferðisbrot, þá botna ég ekkert í því að það skuli vilja láta tengja sig þetta hryðjuverkaríki sem Rússland er orðið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ólafur Ágúst segir störf hans sem konsúll ekkert tengjast starfi hans hjá KS. Hann hefur ekki endurskoðað stöðu sína sem konsúll enda sé ekkert að gera hjá embættinu á meðan stríðið er í gangi. Embættið liggi í raun niðri. „Eins og staðan er, eins og ég hef áður útskýrt, þá er þetta þannig að maður er til taks fyrir þá sem lenda hér í einhverri neyð annars vega eða þá liðka fyrir einhverjum menningarlegum tengslum og öðru slíku. Það segir sig sjálft að þegar það er svona ástand þá er ekkert að gera í því,“ segir Ólafur Ágúst í samtali við fréttastofu.
Veitingastaðir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Neytendur Skagafjörður Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna. 7. október 2022 11:28