Sveltistefna Guðbrandur Einarsson skrifar 12. október 2022 07:00 Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar