Argentínska þjóðin á tauginni eftir að hver stjarnan á fætur annarri meiðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 15:30 Angel Di Maria haltrar niðurlútur af velli í leik Juventus og Maccabi Haifa í Meistaradeildinni í gær. AP/Ariel Schalit Argentínska fótboltalandsliðið hefur ekki tapað leik síðan 2019 og fram undan er síðasta heimsmeistarakeppni Lionel Messi. Vonir og væntingar argentínsku þjóðarinnar eru miklar en Argentína hefur ekki orðið heimsmeistari síðan að Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á HM í Mexíkó. Mörgum þeirra finnst jafnvel Messi (og argentínska þjóðin) eiga heimsmeistaratitilinn skilinn til að kóróna magnaðan feril sinn. Það lítur þó ekki út fyrir að örlögin séu alveg sammála því. Þrír öflugir sóknarleikmenn liðsins, Messi einn af þeim, hafa meiðst að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lionel Messi hefur misst af tveimur síðustu leikjum Paris Saint Germain vegna meiðsla og í þessari viku hafa bæði Paulo Dybala og Ángel Di María meiðst. Dybala tognaði þegar hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Roma um helgina og Di María fór niðurbrotinn af velli eftir að hafa meiðst í leik Juventus og Maccabi Haifa í Meistaradeildinni. Messi verður væntanlega búinn að ná sér í tíma fyrir HM en það er mikil óvissa með hina tvo. Argentínumenn eiga auðvitað fleiri sóknarmenn eins og Lautaro Martínez hjá Internazionale og Julián Álvarez hjá Manchester City en missirinn væri kannski meiri af Di María en Dybala. Di María hefur skorað 25 mörk fyrir argentínska landsliðið og eitt þeirra tryggði argentínska landsliðinu sigur á Brasilíu í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar 2021 sem var fyrsti titilinn sem Messi vann með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Vonir og væntingar argentínsku þjóðarinnar eru miklar en Argentína hefur ekki orðið heimsmeistari síðan að Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á HM í Mexíkó. Mörgum þeirra finnst jafnvel Messi (og argentínska þjóðin) eiga heimsmeistaratitilinn skilinn til að kóróna magnaðan feril sinn. Það lítur þó ekki út fyrir að örlögin séu alveg sammála því. Þrír öflugir sóknarleikmenn liðsins, Messi einn af þeim, hafa meiðst að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Lionel Messi hefur misst af tveimur síðustu leikjum Paris Saint Germain vegna meiðsla og í þessari viku hafa bæði Paulo Dybala og Ángel Di María meiðst. Dybala tognaði þegar hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Roma um helgina og Di María fór niðurbrotinn af velli eftir að hafa meiðst í leik Juventus og Maccabi Haifa í Meistaradeildinni. Messi verður væntanlega búinn að ná sér í tíma fyrir HM en það er mikil óvissa með hina tvo. Argentínumenn eiga auðvitað fleiri sóknarmenn eins og Lautaro Martínez hjá Internazionale og Julián Álvarez hjá Manchester City en missirinn væri kannski meiri af Di María en Dybala. Di María hefur skorað 25 mörk fyrir argentínska landsliðið og eitt þeirra tryggði argentínska landsliðinu sigur á Brasilíu í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar 2021 sem var fyrsti titilinn sem Messi vann með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira