„ILLUM er ein stærsta og glæsilegasta verslunarmiðstöð Norðurlanda en hún er staðsett á Strikinu. 66°Norður er einnig með glugga útstillingu Í ILLUM út október mánuð en í hönnun gluggans má sjá myndir af íslenskum jöklahelli sem er tekið í nýjustu vetrarherferð íslenska fataframleiðandans,“segir í tilkynningu frá útivistarmerkinu.
Í glugganum er einnig skjár sem sýnir myndband úr sömu herferð og gefur gangandi vegfarendum á Strikingu innsýn inn í vörumerki fyrirtækisins og er í leiðinni góð landkynning fyrir Ísland.

„Við erum stolt af því að vera frá Íslandi og leggjum mikið upp úr því að koma því til skila í markaðssetningu okkar. Það er margt spennandi framundan hjá okkur en við erum einnig nýbúin að opna pop-up verslun í Soho í London. Við erum enn að vaxa og munum opna stóra og glæsilega verslun á Regent Street í London í lok árs sem verður flaggskip fyrirtækisins,“ segir Þórunn Salka Pétursdóttir í markaðsdeild 66°Norður.