Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:38 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar. Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar.
Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47