Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 08:30 Reiknað er með að hlaupið nái hámarki í Gígjukvísl síðar í dag. Myndin er tekin þegar flogið var yfir Grímsvötn í lok síðasta árs. Vísir/RAX Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rennslið í Gígjukvísl hafi hækkað jafnt og þétt frá því síðdegis í gær. „Við eigum nú ekki endilega von á að það muni hækka mikið meira. Við reiknum með að það nái hámarki síðar í dag, en við verðum bara að sjá til hvernig málin þróast,“ segir Bjarki. Mannvirki eru ekki talin vera í hættu þar sem um lítið hlaup er að ræða. Hann segir að haldinn verði stöðufundur hjá Veðurstofunni vegna málsins klukkan níu og að vatnamælingamaður frá Veðurstofunni verði svo sendur austur síðar í dag. Hann segir að ekki sé neinn gosórói í Grímsvötnum, en að þó mælist svokallaður hlaupórói. Fáir skjálftar hafa mælist og þá mælist ekkert gas á svæðinu. Fyrir hlaup var vatnsstaða lág í Grímsvötnum og því er von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina, en Bjarki segir að Grímsvötn séu nú þegar á góðri leið með að tæmast þar sem íshellan hafi nú þegar lækkað um ellefu metra.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. 12. október 2022 11:51