Hvetja Breta til að spara gas og rafmagn í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 14:51 Bretar nota gas til húshitunar og eldunar. Orkukostnaður heimila hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að Rússar hættu að selja gas til Evrópu. Vísir/EPA Orkustofnun Bretlands hvatti landsmenn til þess að spara gas og rafmagn eftir fremsta megni til þess að draga úr hættu á því að grípa þurfi til skammtana og hjálpa til við að lækka verð. Forstjóri stofnunarinnar telur þó ólíklegt að skortur verði á gasi og rafmagni. Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu. Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu.
Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira