Fótbolti

Vålerenga heldur í vonina um að ná topp­liði Brann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Vålerenga þegar liðið vann 2-0 sigur á Rosenborg í umspilinu um norska meistaratitilinn i fótbolta.

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í norska boltanum í dag. Ingibjörg var á sínum stað í liði Vålerenga og Selma Sól Magnúsdóttir var lék allan leikinn í liði Rosenborg.

Dejana Stefanović kom gestunum í Vålerenga yfir eftir stundarfjórðung og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Stefanović fékk svo gullið tækifæri til að tryggja sigurinn þegar fjórtán mínútur lifðu leiks en Vålerenga fékk þá vítaspyrnu.

Spyrna Stefanović fór forgörðum en það kom ekki að sök þar sem gestirnir unnu 1-0 sigur. Sigurinn þýðir að Vålerenga á enn möguleika á að verða meistari en þarf þó að treysta á að Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur hennar í Brann misstígi sig sem fyrst.

Brann og Vålerenga mætast 30. október í lokaleik umspilsins og gæti farið svo að sá leikur verði hreinlega upp á norska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×