Innlent

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að ekki sé stætt á Kjalarnesi en vindhviður fara upp í allt að 45 metra á sekúndu.

Eins og áður segir er búið að loka veginum vegna veðurs en hjáleið er um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð. Fólk er beðið um að virða lokanir en slökkviliðið segir að sumir hafi virt lokunarpósta að vettugi.

Gul viðvörun er í gildi í Faxaflóa en norðan og norðaustan vindur er á bilinu 15 til 25 metrar á sekúndu, hvassast við Snæfellsnes og á Kjalarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×