Líkt og vanalega sá Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um að spyrja á meðan sérfræðingar þáttarins, Sævar Sævarsson og Kristinn Geir Friðriksson að þessu sinni, sáu um að svara.
Vesturbærinn
Fyrsta umræðuefnið var staðan í Vesturbæ Reykjavíkur en liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og spilaði á aðeins sex mönnum í tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð.
„Þetta er í rauninni bara glötuð staða hjá þessu stórveldi,“ sagði Sævar en hann sér ekki alveg hvernig KR ætlar að rífa sig í gang þar sem liðin sem eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina eru einfaldlega mun sterkari en oft áður.
„Sé ekki mörg lið vera á verri stað en KR,“ bætti Sævar við.
Haukarnir á flugi
„Þeir eru vel drillaðir, vinna sem lið og eru með sjálfstraust,“ sagði Kristinn Geir um stöðuna í Hafnafirði en Haukar hafa unnið báða sína leiki í deildinni til þessa.
Annað sem var á dagskrá: Hvaða liði myndu sérfræðingarnir vilja vera í. Og hvaða liði væru þeir minnst til að vera í. Að lokum var spurt hversu miklar líkur væru á að Keflavík yrði meistari. Allt þetta má sjá í spilaranum hér að neðan.