Einn helsti höfundur landsins hunsaður Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2022 11:53 Guðbergur Bergsson fagnaði 90 ára afmæli sínu um helgina. Fjölmargir furðuðu sig á því í gær hvers vegna ekki hafi verið blásið í lúðra og boðið upp á breiðsíðu umfjöllun um þennan einn merkasta rithöfund Íslendinga í tilefni tímamótanna. Jóhanna Páll Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. Fjölmargir urðu til að stíga fram og furða sig á því hvers vegna ekki hafi verið blásið í lúðra vegna stórafmælis Guðbergs. Hvar voru hátíðarhöldin? Hvar er breiðsíðuumfjöllun um einn helsta höfund Íslands. Eins og alltaf þegar einhverjum þykir eitthvað á bjáta er hrópað: Hvar eru fjölmiðlar? Fjölmiðlarnir þegja þunnu hljóði „Fólk undrast eðlilega hvers vegna stórafmæli Guðbergs eru ekki gerð skil í fjölmiðlum,“ segir Karl Th. Birgisson blaðamaður með meiru en Karl er í sjálfskipaðri útlegð á Spáni, líkt og Guðbergur sjálfur á sínum tíma. Karl gerði tilraun til að greina hvað veldur: Ýmsir leituðu skýringa á því sem þeim þótti skjóta skökku við, að ekki hafi verið opinberlega fjallað um afmælið, en fóru að mati þeirra Péturs Tyrfingssonar og Snæbjörns Brynjarssonar í kringum ástæðuna sem kettir í kringum heitan graut.Jóhann Páll „Eitt klisjusvarið er yngra fólk á ritstjórnum, sem ber ekki skynbragð á söguna né heldur að það sem er sagt núna verður mikilvæg sagnfræði eftir 30-40 ár. Mikilvægari skýring (og nú myndi Guðbergur glotta) er markaðurinn,“ skrifar Karl. Hann bendir á að dýrt sé að stækka blöð og spyr hver vilji svo sem auglýsa mærð um Guðberg? „Er ekki vænlegra að skrifa um áhrifavalda sem auglýsa gloss?“ Karl beinir spjótum að eigendum fjölmiðla og ábyrgð þeirra. Meira þurfi að koma til en debet og kredit og hann bendir á ævisögu Katherine Graham á Washington Post, sem stóð með sínu fólki í gegnum Watergate þótt nánast allt valdakerfið, stjórnmálamenn og auglýsendur, væri í símanum og hótaði öllu illu. „Þó er þetta ekki einhlítt heldur. Ríkisútvarpið – sem ætti að vera óháð markaðnum, en er það ekki, og þar sem ennþá eru fáeinir sem vita sitthvað um sögu og menningu – hefði fyrir tveimur árum átt að hefja undirbúning þátta um Guðberg. En ekki einu sinni þar er minnzt á einn af okkar helztu núlifandi höfundum.“ Einn helsti höfundur landsins hunsaður Jóhann Páll Valdimarsson, sem lengi var útgefandi Guðbergs áður en hann settist í helgan stein, tekur einnig upp þykkjuna fyrir sinn mann og vill varpa ábyrgð yfir á fjölmiðla, að þeir sýni Guðbergi helst til lítinn sóma með þögn sinni við þessi tímamót: „Athygli mín var vakin á að Guðbergur Bergsson er níræður í dag. Óskiljanlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa gert því skil. Varla eigum við stærri núlifandi rithöfund,“ segir Jóhann Páll og birtir myndir sem hann sjálfur hefur tekið af Guðbergi í gegnum tíðina. Guðni Þorbjörnsson, ástmaður Guðbergs og umboðsmaður hans, þakkar Jóhanni Páli hjartanlega: „Hann var þinn höfundur frá og með fyrsta degi Forlagsins / JPV. Hann lítur alltaf á þig sem besta útgefanda á Íslandi, fyrr og síðar!“ Hvar er útgefandinn, hvar er Rithöfundasambandið? Menningarritstjóri Ríkisútvarpsins sjónvarp, Bergsteinn Sigurðsson, potar í þykkjuna í garð fjölmiðla, en þar hljóta spjótin ekki síst að snúa að RÚV sem ber lögum samkvæmt að fjalla um íslenska menningu. Hann spyr á Fb-síðu Jóhanns Páls: „Gerði útgefandi hans stórafmælinu skil? Eða kollegarnir í rithöfundasambandinu?“ Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur segir að blásið hafi verið í lúðra af minna tilefni, jafnvel til að vegsama andlega rindla. En Guðbergur hafi verið hunsaður.Jóhann Páll Jóhann Páll telur þetta þunnt svar, fjölmiðlar segi fréttir. „Efast um að hann sé í Rithöfundasambandinu. Um útgefandann veit ég ekki.“ Og þá fer þetta að verða spurning um hvort kom á undan, hænan eða eggið; hvort fjölmiðlar eigi að fjalla um atburði eða beinlínis standa fyrir þeim sem einhvers konar gerendur. „Fréttir af stórafmælum tengjast yfirleitt uppákomum í tilefni tímamótanna, endurútgáfa, málþing osfrv.“ segir Bergsveinn. Enn flækjast málin því áðurnefndur Guðni umboðsmaður Guðbergs upplýsir að rithöfundurinn hafi aldrei verið í Rithöfundasambandinu. „Útgefandi hans gerði ekkert mér af vitandi vegna þessa stórafmælis. Og fjölmiðlar og menningarlífið á Íslandi hafa heldur ekkert gert, að því frátöldu að Stundin sótti mjög stíft að fá að taka við hann viðtal og umfjöllun vegna þessa.“ Andlegir rindlar vegsamaðir en ekki Guðbergur Þannig ganga ásakanirnar á víxl, allir vilja meina að það standi upp á einhvern annan en sig að heiðra Guðberg á þessum merku tímamótum. „Eru Grindvíkingar búnir að gleyma skáldinu sínu,“ spyr Guðný Halldórsdóttir leikstjóri í athugasemd á Facebook-síðu Jóhanns Páls. Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og djákni með meiru er afdráttarlaus á sinni Facebook-síðu: „Í dag sýnir þjóðin einum af sínum albestu rithöfundum fullkomna fyrirlitningu. Líkast til vegna þess að hann neitar að hugsa samkvæmt annarra forskriftum - og tjáir sig í framhaldinu eins og honum sýnist. Þá greiðir það ekki götuna að vera af Reykjanesskaganum - við sem þaðan erum þurfum yfirleitt að vera fimmtíu sinnum betri en aðrir til þess að ná máli á skáldabekk.“ Guðmundur segir að blásið hafi verið í lúðra af minna tilefni en því að sá mikli stílsnillingur Guðbergur sé níræður. „Og þá jafnvel til að vegsama andlega rindla. Þóknanlega.“ „Guðbergur er cancelled“ En hér lúrir fiskur undir steini. Að baki frýuorðum er það sem Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir svo hreint út: „Jæja... þarf kjark til að segja að Guðbergur er hundsaðir af því hann misbauð Hallgrími Helgasyni?“ Og Snæbjörn Brynjarsson, listaspíra og fyrrverandi varaþingmaður Pírata bætir um betur og segir í athugasemd á Facebook-síðu Karls Th. Birgissonar: „Voðalega eru margir að eyða löngu máli í að segja: Guðbergur er cancelled.“ Snæbjörn og Pétur eru að vísa til máls sem hófst 2015 en þá birti DV afar umdeildan pistil eftir Guðberg, sem oftar en ekki hefur verið óvæginn í skrifum sínum. Í þeim pistli fer Guðbergur háðulegum orðum um sjálfsævisögulegar skáldsögur þeirra Hallgríms Helgasonar og Jóns Gnarrs þar sem þeir segja af viðkvæmum atriðum í sínu lífi. Óhætt er að segja að sá pistill hafi valdið usla. Fjölmargir náðu ekki upp í nef sér af einskærri hneykslan og þeir sem reyndu að benda á að skoða þyrfti orð Guðbergs í bókmenntafræðilegu samhengi, svo sem Kristján B. Jónasson útgefandi og Eiríkur heitinn Guðmundsson útvarpsmaður og bókmenntafræðingur, náðu ekki í gegn með ábendingar sínar. Enda ofsinn mikill. Þetta mál dúkkaði svo aftur upp í fyrra. Eiríki hafði orðið það á að vitna í pistillinn í útvarpsþætti sínum sex árum áður sem svo Hallgrímur rifjaði upp í tengslum við stuðningsyfirlýsingar Eiríks við þolendur kynferðisbrota. Hallgrími þótti þetta skjóta skökku við og Eiríkur bað Hallgrím opinberlega afsökunar. Maðurinn sem þolir ekki eigin þjóð Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur telur meira hanga á spýtunni en einskær slaufunin. Hann skrifar pistil í athugasemd við hugleiðingar Karls Th. Birgissonar, þar sem hann segir Guðberg ekkert sérlega ástsælan höfund, einfaldlega vegna þess að andrúmsloftið í þjóðfélaginu sé honum ekki hagstætt. Guðbergur sé vissulega stórmerkilegur höfundur en þó ekki, gagnstætt því sem hann hafi sjálfur haldið fram, stór höfundur á borð við Hamsun sem náði að fanga eitthvað mikilsvert og djúpt í þjóðarsálinni. Norðmenn elskuðu sinn Hamsun þrátt fyrir allt. Guðmundur Andri segir að Guðbergur hafi endanlega tapað áttum eftir að Metoo-byltingin kom upp.vísir/sigurjón „Guðbergur stundaði á sínum ferli nokkurs konar útmálun neikvæðninnar – eins og Megas að sínu leyti – sem gerir verk hans óneitanlega þrengri og einhæfari en til dæmis Halldórs Laxness sem lýsti öllum hliðum mannlífsins. Guðbergur lýsti af innilegri fyrirlitningu alþýðufólki að borða eða dansa eða bara spjalla saman, og enn meiri fyrirlitningu menntafólki að reyna að hugsa og tjá sig. Hann sá okkur af miskunnarleysi þess sem stendur álengdar og er sjálfur ungur og fagur og siðfágaður. Hann var maðurinn sem hafði „dvalið í útlöndum og þekkti siði siðfágaðra þjóða“. Í sínum bestu bókum nær hann að bregða upp nöturlegri mynd af okkur og þjóðlífi okkar svo við kinkum kolli - en með hálfgerðum semingi,“ skrifar Guðmundur Andri. Hann bætir því við að í pistlum sínum hafi Guðbergur dregið dár að „viðteknum skoðunum“ en æ oftar hafi það komið út eins og gys um baráttumál og hjartans mál annars fólks. „Hann skrifaði alltaf eins og maður sem þolir ekki Íslendinga. Þessi útmálun neikvæðninnar dugði honum vel en varð smám saman áhrifaminni þegar fram liðu stundir því að það eru takmörk fyrir því hversu lengi má njóta þess að láta segja sér að maður sé asni. Smám saman varð hann æ meira á skjön við tíðarandann og þegar metoo byltingin kom tapaði hann endanlega áttum.“ Þegjum oflátunginn í hel Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur er annar áhrifamaður í menningunni sem einnig tekur til máls á títtnefndri síðu Karls Th. Birgissonar. Hann svarar Snæbirni varðandi slaufun á Guðbergi og er háðskur í bragði þegar hann segir: „Einmitt, öll saga GB, stéttarlegur uppruni (Grindavík), menntun (Kennaraskóli Íslands í kalda stríðinu - sjálfskipuð útlegð hans á Spáni), orðspor hans meðal menntastéttarinnar og valdamanna (hjónabandsstaða og hinsegin hatur), ritstörf hans sem uppreisnarmanns í skáldsögunni, ljóðlist, umfjöllun um myndlist, látlausar tilraunir hans í opinberri umræðu að lesa samfélagið sem skóp hann og hann hrærðist í og greina það frá öðrum sjónarhóli; allt þetta kallaði á það sem við höfum nú vitnað: hann skal utangarðs, ekki vera talinn með.“ Páll Baldvin Baldvinsson telur einsýnt að Guðbergi eigi að halda utangarðs, og helst gleyma honum með öllu.vísir/vilhelm Páll segir að þeir sem haldi utan um dagskrárvaldið í liðnum minnisvörðum umræðu (dagblöð, tímarit á borð við TMM, Skírni), þeir sem kunni manna best á dagatöl og ártöl hlýddu kalli sögunnar: þegjum þennan oflátung í hel. „Víst hefði einn menningarhegri nú látinn lagt undir marga dagskrártíma á rás eitt, en yfirmaður hans lét eftir og hafði ekki áhuga, enda vandséð hver þar innan stokks hefði haft burði til að ræða GB. Níræði hans var því í stíl, beint áframhald sögunnar. Hann skal vera utangarðs, helst gleymdur.“ En hvað sem þessum ásökunum líður, um það hver skuli heiðra Guðberg á þessum tímamótum og hver ekki, vantaði ekki að um Guðberg hafi verið talað opinberlega í gær. Á þessum miklu tímamótum. Fátt annað var rætt meira í gær á Facebook. Hvort Guðbergur láti sig það einhverju skipta skal hins vegar ósagt látið. Ekki er líklegt að hann telji sig tilheyra lítilsigldri þjóðarsálinni sem hann hefur meðal annars lýst svona: „Útrekna menn langar ekki að sýna sínum líkum samstöðu heldur hafa þeir áhuga á öðrum sem útskúfa þeim og þrá að komast í félagsskap þeirra.“ (1 ½ bók – Hryllileg saga.) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Félagasamtök Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fjölmargir urðu til að stíga fram og furða sig á því hvers vegna ekki hafi verið blásið í lúðra vegna stórafmælis Guðbergs. Hvar voru hátíðarhöldin? Hvar er breiðsíðuumfjöllun um einn helsta höfund Íslands. Eins og alltaf þegar einhverjum þykir eitthvað á bjáta er hrópað: Hvar eru fjölmiðlar? Fjölmiðlarnir þegja þunnu hljóði „Fólk undrast eðlilega hvers vegna stórafmæli Guðbergs eru ekki gerð skil í fjölmiðlum,“ segir Karl Th. Birgisson blaðamaður með meiru en Karl er í sjálfskipaðri útlegð á Spáni, líkt og Guðbergur sjálfur á sínum tíma. Karl gerði tilraun til að greina hvað veldur: Ýmsir leituðu skýringa á því sem þeim þótti skjóta skökku við, að ekki hafi verið opinberlega fjallað um afmælið, en fóru að mati þeirra Péturs Tyrfingssonar og Snæbjörns Brynjarssonar í kringum ástæðuna sem kettir í kringum heitan graut.Jóhann Páll „Eitt klisjusvarið er yngra fólk á ritstjórnum, sem ber ekki skynbragð á söguna né heldur að það sem er sagt núna verður mikilvæg sagnfræði eftir 30-40 ár. Mikilvægari skýring (og nú myndi Guðbergur glotta) er markaðurinn,“ skrifar Karl. Hann bendir á að dýrt sé að stækka blöð og spyr hver vilji svo sem auglýsa mærð um Guðberg? „Er ekki vænlegra að skrifa um áhrifavalda sem auglýsa gloss?“ Karl beinir spjótum að eigendum fjölmiðla og ábyrgð þeirra. Meira þurfi að koma til en debet og kredit og hann bendir á ævisögu Katherine Graham á Washington Post, sem stóð með sínu fólki í gegnum Watergate þótt nánast allt valdakerfið, stjórnmálamenn og auglýsendur, væri í símanum og hótaði öllu illu. „Þó er þetta ekki einhlítt heldur. Ríkisútvarpið – sem ætti að vera óháð markaðnum, en er það ekki, og þar sem ennþá eru fáeinir sem vita sitthvað um sögu og menningu – hefði fyrir tveimur árum átt að hefja undirbúning þátta um Guðberg. En ekki einu sinni þar er minnzt á einn af okkar helztu núlifandi höfundum.“ Einn helsti höfundur landsins hunsaður Jóhann Páll Valdimarsson, sem lengi var útgefandi Guðbergs áður en hann settist í helgan stein, tekur einnig upp þykkjuna fyrir sinn mann og vill varpa ábyrgð yfir á fjölmiðla, að þeir sýni Guðbergi helst til lítinn sóma með þögn sinni við þessi tímamót: „Athygli mín var vakin á að Guðbergur Bergsson er níræður í dag. Óskiljanlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa gert því skil. Varla eigum við stærri núlifandi rithöfund,“ segir Jóhann Páll og birtir myndir sem hann sjálfur hefur tekið af Guðbergi í gegnum tíðina. Guðni Þorbjörnsson, ástmaður Guðbergs og umboðsmaður hans, þakkar Jóhanni Páli hjartanlega: „Hann var þinn höfundur frá og með fyrsta degi Forlagsins / JPV. Hann lítur alltaf á þig sem besta útgefanda á Íslandi, fyrr og síðar!“ Hvar er útgefandinn, hvar er Rithöfundasambandið? Menningarritstjóri Ríkisútvarpsins sjónvarp, Bergsteinn Sigurðsson, potar í þykkjuna í garð fjölmiðla, en þar hljóta spjótin ekki síst að snúa að RÚV sem ber lögum samkvæmt að fjalla um íslenska menningu. Hann spyr á Fb-síðu Jóhanns Páls: „Gerði útgefandi hans stórafmælinu skil? Eða kollegarnir í rithöfundasambandinu?“ Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur segir að blásið hafi verið í lúðra af minna tilefni, jafnvel til að vegsama andlega rindla. En Guðbergur hafi verið hunsaður.Jóhann Páll Jóhann Páll telur þetta þunnt svar, fjölmiðlar segi fréttir. „Efast um að hann sé í Rithöfundasambandinu. Um útgefandann veit ég ekki.“ Og þá fer þetta að verða spurning um hvort kom á undan, hænan eða eggið; hvort fjölmiðlar eigi að fjalla um atburði eða beinlínis standa fyrir þeim sem einhvers konar gerendur. „Fréttir af stórafmælum tengjast yfirleitt uppákomum í tilefni tímamótanna, endurútgáfa, málþing osfrv.“ segir Bergsveinn. Enn flækjast málin því áðurnefndur Guðni umboðsmaður Guðbergs upplýsir að rithöfundurinn hafi aldrei verið í Rithöfundasambandinu. „Útgefandi hans gerði ekkert mér af vitandi vegna þessa stórafmælis. Og fjölmiðlar og menningarlífið á Íslandi hafa heldur ekkert gert, að því frátöldu að Stundin sótti mjög stíft að fá að taka við hann viðtal og umfjöllun vegna þessa.“ Andlegir rindlar vegsamaðir en ekki Guðbergur Þannig ganga ásakanirnar á víxl, allir vilja meina að það standi upp á einhvern annan en sig að heiðra Guðberg á þessum merku tímamótum. „Eru Grindvíkingar búnir að gleyma skáldinu sínu,“ spyr Guðný Halldórsdóttir leikstjóri í athugasemd á Facebook-síðu Jóhanns Páls. Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og djákni með meiru er afdráttarlaus á sinni Facebook-síðu: „Í dag sýnir þjóðin einum af sínum albestu rithöfundum fullkomna fyrirlitningu. Líkast til vegna þess að hann neitar að hugsa samkvæmt annarra forskriftum - og tjáir sig í framhaldinu eins og honum sýnist. Þá greiðir það ekki götuna að vera af Reykjanesskaganum - við sem þaðan erum þurfum yfirleitt að vera fimmtíu sinnum betri en aðrir til þess að ná máli á skáldabekk.“ Guðmundur segir að blásið hafi verið í lúðra af minna tilefni en því að sá mikli stílsnillingur Guðbergur sé níræður. „Og þá jafnvel til að vegsama andlega rindla. Þóknanlega.“ „Guðbergur er cancelled“ En hér lúrir fiskur undir steini. Að baki frýuorðum er það sem Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir svo hreint út: „Jæja... þarf kjark til að segja að Guðbergur er hundsaðir af því hann misbauð Hallgrími Helgasyni?“ Og Snæbjörn Brynjarsson, listaspíra og fyrrverandi varaþingmaður Pírata bætir um betur og segir í athugasemd á Facebook-síðu Karls Th. Birgissonar: „Voðalega eru margir að eyða löngu máli í að segja: Guðbergur er cancelled.“ Snæbjörn og Pétur eru að vísa til máls sem hófst 2015 en þá birti DV afar umdeildan pistil eftir Guðberg, sem oftar en ekki hefur verið óvæginn í skrifum sínum. Í þeim pistli fer Guðbergur háðulegum orðum um sjálfsævisögulegar skáldsögur þeirra Hallgríms Helgasonar og Jóns Gnarrs þar sem þeir segja af viðkvæmum atriðum í sínu lífi. Óhætt er að segja að sá pistill hafi valdið usla. Fjölmargir náðu ekki upp í nef sér af einskærri hneykslan og þeir sem reyndu að benda á að skoða þyrfti orð Guðbergs í bókmenntafræðilegu samhengi, svo sem Kristján B. Jónasson útgefandi og Eiríkur heitinn Guðmundsson útvarpsmaður og bókmenntafræðingur, náðu ekki í gegn með ábendingar sínar. Enda ofsinn mikill. Þetta mál dúkkaði svo aftur upp í fyrra. Eiríki hafði orðið það á að vitna í pistillinn í útvarpsþætti sínum sex árum áður sem svo Hallgrímur rifjaði upp í tengslum við stuðningsyfirlýsingar Eiríks við þolendur kynferðisbrota. Hallgrími þótti þetta skjóta skökku við og Eiríkur bað Hallgrím opinberlega afsökunar. Maðurinn sem þolir ekki eigin þjóð Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur telur meira hanga á spýtunni en einskær slaufunin. Hann skrifar pistil í athugasemd við hugleiðingar Karls Th. Birgissonar, þar sem hann segir Guðberg ekkert sérlega ástsælan höfund, einfaldlega vegna þess að andrúmsloftið í þjóðfélaginu sé honum ekki hagstætt. Guðbergur sé vissulega stórmerkilegur höfundur en þó ekki, gagnstætt því sem hann hafi sjálfur haldið fram, stór höfundur á borð við Hamsun sem náði að fanga eitthvað mikilsvert og djúpt í þjóðarsálinni. Norðmenn elskuðu sinn Hamsun þrátt fyrir allt. Guðmundur Andri segir að Guðbergur hafi endanlega tapað áttum eftir að Metoo-byltingin kom upp.vísir/sigurjón „Guðbergur stundaði á sínum ferli nokkurs konar útmálun neikvæðninnar – eins og Megas að sínu leyti – sem gerir verk hans óneitanlega þrengri og einhæfari en til dæmis Halldórs Laxness sem lýsti öllum hliðum mannlífsins. Guðbergur lýsti af innilegri fyrirlitningu alþýðufólki að borða eða dansa eða bara spjalla saman, og enn meiri fyrirlitningu menntafólki að reyna að hugsa og tjá sig. Hann sá okkur af miskunnarleysi þess sem stendur álengdar og er sjálfur ungur og fagur og siðfágaður. Hann var maðurinn sem hafði „dvalið í útlöndum og þekkti siði siðfágaðra þjóða“. Í sínum bestu bókum nær hann að bregða upp nöturlegri mynd af okkur og þjóðlífi okkar svo við kinkum kolli - en með hálfgerðum semingi,“ skrifar Guðmundur Andri. Hann bætir því við að í pistlum sínum hafi Guðbergur dregið dár að „viðteknum skoðunum“ en æ oftar hafi það komið út eins og gys um baráttumál og hjartans mál annars fólks. „Hann skrifaði alltaf eins og maður sem þolir ekki Íslendinga. Þessi útmálun neikvæðninnar dugði honum vel en varð smám saman áhrifaminni þegar fram liðu stundir því að það eru takmörk fyrir því hversu lengi má njóta þess að láta segja sér að maður sé asni. Smám saman varð hann æ meira á skjön við tíðarandann og þegar metoo byltingin kom tapaði hann endanlega áttum.“ Þegjum oflátunginn í hel Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur er annar áhrifamaður í menningunni sem einnig tekur til máls á títtnefndri síðu Karls Th. Birgissonar. Hann svarar Snæbirni varðandi slaufun á Guðbergi og er háðskur í bragði þegar hann segir: „Einmitt, öll saga GB, stéttarlegur uppruni (Grindavík), menntun (Kennaraskóli Íslands í kalda stríðinu - sjálfskipuð útlegð hans á Spáni), orðspor hans meðal menntastéttarinnar og valdamanna (hjónabandsstaða og hinsegin hatur), ritstörf hans sem uppreisnarmanns í skáldsögunni, ljóðlist, umfjöllun um myndlist, látlausar tilraunir hans í opinberri umræðu að lesa samfélagið sem skóp hann og hann hrærðist í og greina það frá öðrum sjónarhóli; allt þetta kallaði á það sem við höfum nú vitnað: hann skal utangarðs, ekki vera talinn með.“ Páll Baldvin Baldvinsson telur einsýnt að Guðbergi eigi að halda utangarðs, og helst gleyma honum með öllu.vísir/vilhelm Páll segir að þeir sem haldi utan um dagskrárvaldið í liðnum minnisvörðum umræðu (dagblöð, tímarit á borð við TMM, Skírni), þeir sem kunni manna best á dagatöl og ártöl hlýddu kalli sögunnar: þegjum þennan oflátung í hel. „Víst hefði einn menningarhegri nú látinn lagt undir marga dagskrártíma á rás eitt, en yfirmaður hans lét eftir og hafði ekki áhuga, enda vandséð hver þar innan stokks hefði haft burði til að ræða GB. Níræði hans var því í stíl, beint áframhald sögunnar. Hann skal vera utangarðs, helst gleymdur.“ En hvað sem þessum ásökunum líður, um það hver skuli heiðra Guðberg á þessum tímamótum og hver ekki, vantaði ekki að um Guðberg hafi verið talað opinberlega í gær. Á þessum miklu tímamótum. Fátt annað var rætt meira í gær á Facebook. Hvort Guðbergur láti sig það einhverju skipta skal hins vegar ósagt látið. Ekki er líklegt að hann telji sig tilheyra lítilsigldri þjóðarsálinni sem hann hefur meðal annars lýst svona: „Útrekna menn langar ekki að sýna sínum líkum samstöðu heldur hafa þeir áhuga á öðrum sem útskúfa þeim og þrá að komast í félagsskap þeirra.“ (1 ½ bók – Hryllileg saga.)
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Félagasamtök Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira