„Ómögulegt fyrir markverði að vinna Gullboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 09:31 Þrátt fyrir að vinna Yashin verðlaunin fór Thibaut Courtois svekktur heim af Gullboltahátíðinni í gær. getty/Aurelien Meunier Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að það sé ómögulegt fyrir menn í hans stöðu að vinna Gullboltann. Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda. Spænski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda.
Spænski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira