Umfjöllun: Hörður - Selfoss 32-35 | Selfoss hafði betur á Ísafirði Andri Már Eggertsson skrifar 18. október 2022 21:13 Hörður frá Ísafirði er í fyrsta sinn í efstu deild í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Selfoss vann nauðsynlegan útisigur á Herði 32-35. Leikurinn var jafn framan af en undir lok síðari hálfleiks komst Selfoss fjórum mörkum yfir og var í bílstjórasætinu allan leikinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Harðar vann Selfoss þriggja marka sigur. Það voru þrír nýir Brasilíumenn í leikmannahópi Harðar sem voru að spila sinn fyrsta leik í kvöld. Þeir Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos, José Esteves Lopes Neto og Guilherme Carmignoli De Andrade. Hörður byrjaði leikinn vel og skiptust liðin á mörkum fyrsta korterið. Byrjun leikja hefur oft verið erfið hjá Harðverjum en í kvöld byrjuðu heimamenn af krafti og voru vel einbeittir frá fyrstu mínútu sem hefur ekki alltaf verið raunin. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn 8-8. Selfoss gaf í um miðjan fyrri hálfleik og komst þremur mörkum yfir 9-12. Vilius Rasimas fór að verja dauðafæri og gestirnir keyrðu hratt og fengu auðveld mörk. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, tók þá leikhlé. Heimamenn fundu betri takt eftir leikhlé og var staðan í hálfleik 13-16. Hörður byrjaði seinni hálfleik afar vel og var staðan 18-18 þegar tæplega fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Selfoss átti hins vegar eftir að bíta frá sér og um miðjan seinni hálfleik komust gestirnir fjórum mörkum yfir 21-25. Þrátt fyrir leikhlé Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar, þá breyttist ekkert og Selfoss hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Fjórum mínútum eftir leikhlé Harðverja tók Carlos Martin aftur leikhlé sem var hans síðasta í leiknum. Staðan var þá 23-29 og var allt að ganga upp hjá gestunum. Sex mörkum undir sýndi Hörður hetjulega baráttu og minnkaði forskot Selfoss niður í tvö mörk en heimamenn voru sjálfum sér verstir á lokakaflanum þar sem þeir töpuðu boltanum klaufalega og nýttu mistök Selfoss ekki vel. Selfoss vann á endanum þriggja marka sigur 32-35. Af hverju vann Selfoss? Eftir jafna byrjun voru Selfyssingar í bílstjórasætinu þegar þeir komust fjórum mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn þar sem Hörður sýndi karakter en einstaklingsgæði Einars Sverrissonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar kláraði leikinn á lokasprettinum. Hverjir stóðu upp úr? Einar Sverrisson fór á kostum í kvöld og kláraði Hörð nánast einn síns liðs. Einar gerði 13 mörk og á lokamínútunum gerði hann sex síðustu mörk Selfoss. Suguru Hikawa og Jón Ómar Gíslason voru atkvæðamestir hjá heimamönnum og gerðu samanlagt 13 mörk. Hvað gekk illa? Hörður lenti sex mörkum undir um miðjan seinni hálfleik sem var afar slæmur kafli hjá heimamönnum og það fór mikið púður í að vinna það forskot niður. Það var lítið eftir á tanknum hjá heimamönnum á lokasprettinum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir þegar þeir gátu minnkað leikinn niður í 1-2 mörk. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast Selfoss og KA klukkan 19:30 í Set-höllinni. Hörður fer í TM-höllina á laugardaginn og mætir Stjörnunni klukkan 16:00. Olís-deild karla Hörður UMF Selfoss
Selfoss vann nauðsynlegan útisigur á Herði 32-35. Leikurinn var jafn framan af en undir lok síðari hálfleiks komst Selfoss fjórum mörkum yfir og var í bílstjórasætinu allan leikinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Harðar vann Selfoss þriggja marka sigur. Það voru þrír nýir Brasilíumenn í leikmannahópi Harðar sem voru að spila sinn fyrsta leik í kvöld. Þeir Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos, José Esteves Lopes Neto og Guilherme Carmignoli De Andrade. Hörður byrjaði leikinn vel og skiptust liðin á mörkum fyrsta korterið. Byrjun leikja hefur oft verið erfið hjá Harðverjum en í kvöld byrjuðu heimamenn af krafti og voru vel einbeittir frá fyrstu mínútu sem hefur ekki alltaf verið raunin. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn 8-8. Selfoss gaf í um miðjan fyrri hálfleik og komst þremur mörkum yfir 9-12. Vilius Rasimas fór að verja dauðafæri og gestirnir keyrðu hratt og fengu auðveld mörk. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, tók þá leikhlé. Heimamenn fundu betri takt eftir leikhlé og var staðan í hálfleik 13-16. Hörður byrjaði seinni hálfleik afar vel og var staðan 18-18 þegar tæplega fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Selfoss átti hins vegar eftir að bíta frá sér og um miðjan seinni hálfleik komust gestirnir fjórum mörkum yfir 21-25. Þrátt fyrir leikhlé Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar, þá breyttist ekkert og Selfoss hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Fjórum mínútum eftir leikhlé Harðverja tók Carlos Martin aftur leikhlé sem var hans síðasta í leiknum. Staðan var þá 23-29 og var allt að ganga upp hjá gestunum. Sex mörkum undir sýndi Hörður hetjulega baráttu og minnkaði forskot Selfoss niður í tvö mörk en heimamenn voru sjálfum sér verstir á lokakaflanum þar sem þeir töpuðu boltanum klaufalega og nýttu mistök Selfoss ekki vel. Selfoss vann á endanum þriggja marka sigur 32-35. Af hverju vann Selfoss? Eftir jafna byrjun voru Selfyssingar í bílstjórasætinu þegar þeir komust fjórum mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn þar sem Hörður sýndi karakter en einstaklingsgæði Einars Sverrissonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar kláraði leikinn á lokasprettinum. Hverjir stóðu upp úr? Einar Sverrisson fór á kostum í kvöld og kláraði Hörð nánast einn síns liðs. Einar gerði 13 mörk og á lokamínútunum gerði hann sex síðustu mörk Selfoss. Suguru Hikawa og Jón Ómar Gíslason voru atkvæðamestir hjá heimamönnum og gerðu samanlagt 13 mörk. Hvað gekk illa? Hörður lenti sex mörkum undir um miðjan seinni hálfleik sem var afar slæmur kafli hjá heimamönnum og það fór mikið púður í að vinna það forskot niður. Það var lítið eftir á tanknum hjá heimamönnum á lokasprettinum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir þegar þeir gátu minnkað leikinn niður í 1-2 mörk. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast Selfoss og KA klukkan 19:30 í Set-höllinni. Hörður fer í TM-höllina á laugardaginn og mætir Stjörnunni klukkan 16:00.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti