Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 16:35 Ragnar Erling er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. vísir/egill Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan: Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan:
Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira