„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 12:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04