Réttarhöldin gegn fyrirtæki Trumps hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 15:07 Lögmenn Donalds Trumps í New York í dag. Búist er við því að erfitt verði að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir í garð Trumps. AP Réttarhöld í skattsvikamáli New York-ríkis gegn Trump Organization, fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefjast í dag. Fyrsta verkefnið í dómsal mun að öllum líkindum reynast gífurlega erfitt en það er að finna ellefu kviðdómendur sem hafa ekki sterka skoðun á forsetanum fyrrverandi. Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42
Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31