„Ólíðandi og ámælisvert“ að vera sniðgengin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2022 21:43 Margrét Tryggvadóttir er fulltrúi Samfylkingarinnar í lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. Á fundi lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar í dag mældi ráðið með því að áfram yrði haldið með umsókn bæjarins um að verða ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Í umsögn ráðsins segir að mikilvægt sé að hafa hraðar hendur því verkefnið hafi borist til bæjarins með mjög skömmum fyrirvara. Umsóknarfresturinn rennur út þann 11. nóvember næstkomandi. Í samtali við fréttastofu segir Margrét Tryggvadóttir að þessar hröðu hendur hefðu getað verið mun hægari ef menningar- og viðskiptaráðuneytið hefði látið vita af möguleikanum á að sækja um þegar það var ljóst. Hún segir málið hafa borist til ráðuneytisins í byrjun árs en ekki ratað á borð Kópavogsbæjar fyrr en í ágúst, tæpum átta mánuðum síðar. Þegar málið var síðan komið til bæjaryfirvalda var þó ekkert haft samband við lista- og menningarráð bæjarins heldur farið beint til bæjarráðs. Vegna þess lagði hún fram bókun á fundi ráðsins þar sem hún sagði það vera ólíðandi og ámælisvert að ráðið hafi verið sniðgengið með öllu. Aðrir fulltrúar ráðsins tóku undir með Margréti. „Við fréttum af þessu í fjölmiðlum. Þetta er frekar nýtt ráð. Ég er eina sem var í ráðinu áður. Við erum nýbúin að samþykkja nýja menningarstefnum þar sem er ekkert um þetta talað. Þetta kemur inn og mér skilst að menningar- og viðskiptaráðuneytið hafi gleymt að láta vita að sveitarfélög á Íslandi mættu sækja um,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að meðlimir ráðsins hafi verið einróma sammála um að halda áfram með umsóknina sé það bagalegt að hafa ekki fengið tíma til að vinna hana og velta málinu fyrir sér. „Lista og menningarráð fer með menningarmál í bænum samkvæmt bæjarmálasamþykkt og samkvæmt okkar erindisbréfi. Það erum við sem samþykkjum menningarstefnu fyrir bæinn. Þetta er risaverkefni. Auðvitað þarf að gera þetta í samráði, við eigum ekki milljarð fyrir þetta. Það þarf samráð en það er mjög óeðlilegt að ræða ekki við ráðið,“ segir Margrét en í verkefnið þarf að púkka út rúmum milljarði króna. Alls verða þrjár borgir valdar menningarborgir Evrópu árið 2028. Ein þeirra verður í Tékklandi og stendur valið á milli Broumov og České Budějovice. Borg númer tvö verður í Frakklandi og stendur valið á milli Bastia-Corsica, reims, Rouen, Robubaix, Bourges, Clermont-Ferrand, Banlieue, Saint-Denis, Montpellier, Nice og Lens. Menning Kópavogur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á fundi lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar í dag mældi ráðið með því að áfram yrði haldið með umsókn bæjarins um að verða ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Í umsögn ráðsins segir að mikilvægt sé að hafa hraðar hendur því verkefnið hafi borist til bæjarins með mjög skömmum fyrirvara. Umsóknarfresturinn rennur út þann 11. nóvember næstkomandi. Í samtali við fréttastofu segir Margrét Tryggvadóttir að þessar hröðu hendur hefðu getað verið mun hægari ef menningar- og viðskiptaráðuneytið hefði látið vita af möguleikanum á að sækja um þegar það var ljóst. Hún segir málið hafa borist til ráðuneytisins í byrjun árs en ekki ratað á borð Kópavogsbæjar fyrr en í ágúst, tæpum átta mánuðum síðar. Þegar málið var síðan komið til bæjaryfirvalda var þó ekkert haft samband við lista- og menningarráð bæjarins heldur farið beint til bæjarráðs. Vegna þess lagði hún fram bókun á fundi ráðsins þar sem hún sagði það vera ólíðandi og ámælisvert að ráðið hafi verið sniðgengið með öllu. Aðrir fulltrúar ráðsins tóku undir með Margréti. „Við fréttum af þessu í fjölmiðlum. Þetta er frekar nýtt ráð. Ég er eina sem var í ráðinu áður. Við erum nýbúin að samþykkja nýja menningarstefnum þar sem er ekkert um þetta talað. Þetta kemur inn og mér skilst að menningar- og viðskiptaráðuneytið hafi gleymt að láta vita að sveitarfélög á Íslandi mættu sækja um,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir að meðlimir ráðsins hafi verið einróma sammála um að halda áfram með umsóknina sé það bagalegt að hafa ekki fengið tíma til að vinna hana og velta málinu fyrir sér. „Lista og menningarráð fer með menningarmál í bænum samkvæmt bæjarmálasamþykkt og samkvæmt okkar erindisbréfi. Það erum við sem samþykkjum menningarstefnu fyrir bæinn. Þetta er risaverkefni. Auðvitað þarf að gera þetta í samráði, við eigum ekki milljarð fyrir þetta. Það þarf samráð en það er mjög óeðlilegt að ræða ekki við ráðið,“ segir Margrét en í verkefnið þarf að púkka út rúmum milljarði króna. Alls verða þrjár borgir valdar menningarborgir Evrópu árið 2028. Ein þeirra verður í Tékklandi og stendur valið á milli Broumov og České Budějovice. Borg númer tvö verður í Frakklandi og stendur valið á milli Bastia-Corsica, reims, Rouen, Robubaix, Bourges, Clermont-Ferrand, Banlieue, Saint-Denis, Montpellier, Nice og Lens.
Menning Kópavogur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira