Dmitry Medvedev birti yfirlýsingu á Telegram síðu sinni í dag þar sem hann sagði herinn í góðum málum.
„Við lestur ýmissa hernaðargreininga óvinarins hef ég ítrekað rekist á yfirlýsingar um að hergögn og vopn Rússlands muni brátt verða uppurin. Framleiðsla á vopnum og sértækum hergögnum eykst; allt frá skriðdrekum og byssum upp í hárnákvæmar eldflaugar og dróna. Bíðið bara!“
Medvedev bætti við að skoðun hafi farið fram á framleiðslulínu skriðdreka í Uralvagonzavod, stærsta framleiðanda brynvarðra bíla í Rússlandi, að tilskipan Rússlandsforseta. Þar hafi vandamál við hröðun framleiðslu á bílum og skriðdrekum vegna „sérstöku hernaðaraðgerðarinnar“ verið leyst. CNN greinir frá.