Erlent

Segir fá­rán­legt að vopn Rússa séu á þrotum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Dmitry Medvedev var forseti Rússlands frá 2008 til 2012 og gegndi embætti forsætisráðherra frá 2012 til 2020.
Dmitry Medvedev var forseti Rússlands frá 2008 til 2012 og gegndi embætti forsætisráðherra frá 2012 til 2020. Getty/Contributor

Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar.

Dmitry Medvedev birti yfirlýsingu á Telegram síðu sinni í dag þar sem hann sagði herinn í góðum málum.

„Við lestur ýmissa hernaðargreininga óvinarins hef ég ítrekað rekist á yfirlýsingar um að hergögn og vopn Rússlands muni brátt verða uppurin. Framleiðsla á vopnum og sértækum hergögnum eykst; allt frá skriðdrekum og byssum upp í hárnákvæmar eldflaugar og dróna. Bíðið bara!“

Medvedev bætti við að skoðun hafi farið fram á framleiðslulínu skriðdreka í Uralvagonzavod, stærsta framleiðanda brynvarðra bíla í Rússlandi, að tilskipan Rússlandsforseta. Þar hafi vandamál við hröðun framleiðslu á bílum og skriðdrekum vegna „sérstöku hernaðaraðgerðarinnar“ verið leyst. CNN greinir frá.


Tengdar fréttir

Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“

Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace.

„Það er mjög al­var­leg staða komin upp“

Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×