Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni 25. október 2022 18:52 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í kvöld. Fran Santiago/Getty Images Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. Fyrir leik kvöldsins átti FCK enn veika von um að vinna sér inn sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, en liðið var líklega frekar að horfa á þriðja sæti riðilsins sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Sevilla og FCK voru jöfn í þriðja og fjórða sæti riðilsins og því var ljóst að mikið var undir í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK, en Orri Óskarsson hóf leik á varamannabekknum og kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks, en heimamenn í Sevilla tóku forystuna eftir um klukkutíma leik með marki frá Youssef En-Nesyri. Kaupmannahafnarliðið sótti stíft seinustu mínútur leiksins í leit sinni að jöfnunarmarki, en heimamenn refsuðu grimmt og tvöfölduðu forystu sína á 88. mínút með marki frá Isco áður en Gonzalo Montiel bætti þriðja markinu við á annarri mínútu uppbótartíma. Davit Khocholava fékk svo að líta beint rautt spjald í liði FCK áður en flautað var til leiksloka og niðurstaðan varð því 3-0 sigur Sevilla sem á því enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Íslendingaliðið FCK er hins vegar úr leik, en liðið situr í fjórða sæti riðilsins með tvö stig, þremur stigum minna en Sevilla þegar einn leikur er eftir. Hård skæbne efter den præstation 😤Gigantisk tak til alle jer der bakkede op hele vejen i Sevilla ⚪️🔵🙏🏼#fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/zTdqDdvyUJ— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. Fyrir leik kvöldsins átti FCK enn veika von um að vinna sér inn sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, en liðið var líklega frekar að horfa á þriðja sæti riðilsins sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Sevilla og FCK voru jöfn í þriðja og fjórða sæti riðilsins og því var ljóst að mikið var undir í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK, en Orri Óskarsson hóf leik á varamannabekknum og kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks, en heimamenn í Sevilla tóku forystuna eftir um klukkutíma leik með marki frá Youssef En-Nesyri. Kaupmannahafnarliðið sótti stíft seinustu mínútur leiksins í leit sinni að jöfnunarmarki, en heimamenn refsuðu grimmt og tvöfölduðu forystu sína á 88. mínút með marki frá Isco áður en Gonzalo Montiel bætti þriðja markinu við á annarri mínútu uppbótartíma. Davit Khocholava fékk svo að líta beint rautt spjald í liði FCK áður en flautað var til leiksloka og niðurstaðan varð því 3-0 sigur Sevilla sem á því enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Íslendingaliðið FCK er hins vegar úr leik, en liðið situr í fjórða sæti riðilsins með tvö stig, þremur stigum minna en Sevilla þegar einn leikur er eftir. Hård skæbne efter den præstation 😤Gigantisk tak til alle jer der bakkede op hele vejen i Sevilla ⚪️🔵🙏🏼#fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/zTdqDdvyUJ— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti