Erum við hætt að skilja sum starfsheiti? Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. október 2022 07:00 Efri frá vinstri: Eiríkur Rafn Rafnsson hjá Hopp og Þórhallur Örn Flosason hjá PepsiCo eru dæmi um viðmælendur sem hafa rætt sérstaklega um þýðingar stöðuheita á íslensku. Neðri frá vinstri: Jensína K. Böðvarsdóttir hjá VinnVinn, Sverrir Briem hjá Hagvangi og Thelma Kvaran hjá Intellecta. Veistu hvað Partner Success Manager gerir? En Global Engagment & Cultural Manager? Hvað gerir sá sem er titlaður Leiðtogi? Stöðuheiti á ensku eru sífellt að verða fleiri og sýnilegri í íslensku atvinnulífi. Enda mörg fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi og orðið algengara en áður að aðal tungumál vinnustaða sé enska. Í atvinnuauglýsingum má einnig sjá þeim störfum fjölga, þar sem óskað er eftir starfsfólki sem Leiðtoga. Dæmi um nýjar atvinnuauglýsingar eru: Leiðtogi öryggismála Leiðtogi fjárhagsgerðar og kostnaðagreiningar Leiðtogi sálfræðinga „Er þetta launatengt?“ spyr einhver og veltir fyrir sér hvort tiltekið leiðtogastarf er þá nýtt heiti yfir stjórnandann. „Orðaskrípi“ segir annar á meðan sá þriðji bendir á að orðið leiðtogi sé upprunaleg tilvísun til hæfileika fólks og í því ljósi undarlegt að sjá það sem starfsheiti. Í Atvinnulífinu í dag og fram á föstudag munum við rýna í starfsheiti og þróun þeirra. Við byrjum á því að rifja upp dæmi úr viðtölum í Atvinnulífinu þar sem þessi mál hafa verið rædd sérstaklega. Við heyrum einnig í fulltrúum þriggja ráðningastofa. Þegar íslenska þýðingin nær ekki merkingunni Þórhallur Örn Flosason er Head of Global Learning Operations hjá PepsiCo í Bandaríkjunum. Áður starfaði hann í fjórtán ár í sambærilegu starfi hjá Kelloggs. Í viðtali Atvinnulífsins við Þórhall í sumar, sagði Þórhallur að lengi vel hefði hann notað íslenska orðið „fræðsla“ (e. Learning) til að skýra út fyrir vinum og vandamönnum hér heima, í hverju starfið hans fælist. Þórhallur hætti því hins vegar fljótlega og segir meðal annars: Þegar það kemur að því að efla mannauð, hæfni, leiðtogafærni og aðra styrkleika hjá fólki er hreinlega ekki rétt lýsing að nota orðið fræðsla.“ Fyrst eftir nám notaði ég stundum þetta orð heima. En þegar að maður fór að lýsa verkefnunum mínum í vinnunni voru vinirnir fljótir að benda á að þetta væri allt annað en það sem fræðslustjórar heima væru að gera.“ Þórhallur nefnir annað dæmi: „Ég tek sem dæmi orðið Empowerment sem er orð sem er mikið notað í mannauðsmálum í dag. Að nota orðið Vald-eflandi á íslensku finnst mér ekki gefa sömu merkingu í orðið og á ensku. Til dæmis það að orðið „vald“ er oft tengt við eitthvað neikvætt og þótt orðið „eflandi“ sé tilvísun í eitthvað jákvætt og uppbyggilegt, vanti merkingu í orðið sem vísar til þess að Empowerment snýst líka um uppbyggingu á drifkrafti, sjálfstæði og ástríðu.“ Viðtalið við Þórhall í heild sinni má lesa HÉR. Hugmyndabrölt við þýðingu starfsheitisins Nýlega var Eiríkur Rafn Rafnsson forstöðumaður stjórnsýslumála hjá Hopp í viðtali í Atvinnulífinu. Atvinnulífið hefur ekki heimildir um að þetta stöðugildi, forstöðumaður stjórnsýslumála, sé þekkt á öðrum vinnustað. Starf Eiríks var auglýst í desember 2020 undir starfsheitinu „Director of Government Partnership.“ Margir starfsmenn Hopp eru enskumælandi og þar sem Hopp er að færa út kvíarnar á alþjóðavettvangi, er enskan að verða nokkuð ráðandi tungumál innan félagsins. Eiríkur sagði þó um íslenska starfsheitið: Það tók okkur reyndar nokkra daga og var smá hugmyndabrölt að þýða þetta á íslensku. Ekki það að stöðuheiti eða titill skipti mig miklu máli. En Hopp er íslenskt fyrirtæki og þótt stefnan sé að verða stór úti í heimi, finnst mér frekar hallærislegt þegar íslensk fyrirtæki eru bara með starfsheitin sín á ensku.“ Viðtalið við Eirík í heild sinni má lesa HÉR. Eiríkur Rafn hjá fyrirtækinu Hopp segir að það hafi tekið nokkra daga að búa til íslenskt heiti yfir stöðuheitið hans en sem íslenskt fyrirtæki finnist honum skipta máli að starfsheiti séu á íslensku. Þórhallur hjá Pepsi í Bandaríkjunum reyndi lengi að nota orðið fræðsla sem tilvísun í enska orðið Learning í sínu starfsheiti en hætti því þegar hann áttaði sig á því að íslenska þýðingin var ekki nógu lýsandi fyrir starfið hans. Ráðningastofurnar: Hver er staðan, hver er þróunin? Atvinnulífið heyrði í þremur ráðningastofum þar sem aðilar voru beðnir um að svara neðangreindri spurningu: Færst hefur í vöxt að starfsheiti séu á ensku og/eða að ný stöðuheiti séu að verða til sem fólk á jafnvel erfitt með að átta sig á. Starfsheitið Leiðtogi er nefnt sérstaklega. Spurt er: Hver er þín upplifun/reynsla og hver heldur þú að þróunin á þessu verði? Svör eru birt í stafrófsröð en svarendur eru þau Jensína Kristín Böðvarsdóttir hjá Vinnvinn, Sverrir Briem hjá Hagvangi og Thelma Kvaran hjá Intellecta. Jensína segir algengast að starfsheiti séu auglýst á ensku þegar fyrirtækið starfar á alþjóðavettvangi. Í einstaka tilfellum eru ensku heitin þó betur lýsandi fyrir störfin en íslensk þýðing og nefnir hún sem dæmi starfsheitin Growth Manager og Multimedia Sales Engineer.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir, Vinnvinn: Sum störf einfaldlega meira lýsandi á ensku „Það er okkar reynsla hjá Vinnvinn að starfsheitin eru fyrst og fremst á ensku ef um alþjóðleg fyrirtæki séu að ræða. Einnig kjósum við að auglýsa störf alþjóðlegra fyrirtækja á ensku því mengi umsækjenda varðandi sum störf verður þá töluvert stærra. Okkar fókus hjá Vinnvinn er að ráða í störf sérfræðinga og stjórnenda. Í algjörum undantekningum eru starfsheiti fyrirtækja sem starfa að mestu leiti á íslenskum markaði á ensku, en þá er það fyrst og fremst vegna þess að við eigum ekki til nógu góð lýsandi starfsheiti á íslensku, til dæmis „Growth Manager“. Auk þess eru sum störf einfaldlega meira lýsandi á ensku, eins og til dæmis. „Multimedia Sales Engineer“. Leiðtogi er að vissu leyti loðið starfsheiti því að það er mismunandi hvort átt sé við leiðtoga með mannaforráð eða ekki. Einstaklingur getur til dæmis átt að leiða hóp fólks eða málaflokk. En yfirleitt er verið að tala um einstakling sem er framsýnn ef um málaflokk er að ræða, svo sem leiðtogi í stafrænum umbreytingum en hvetjandi, góður í samskiptum og með stjórnunarhæfni þegar viðkomandi er í stjórnunarhlutverki. Það er mikilvægt að fyrirtæki noti starfsheiti sem er lýsandi fyrir starfið því slæmt er ef þau valda misskilningi, bæði meðal starfsfólks og þeirra sem kunna að sækja um starfið. Aðal fréttin er hins vegar sú að umsækjendur í dag er kröfuharðari á aðra hluti en starfstitil, til dæmis Fyrir hvað stendur fyrirtækið? Er fyrirtækið að láta gott af sér leiða? Er ég stolt/stoltur að vinna hjá þessu fyrirtæki? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Fyrirtæki þurfa að huga vel að því hvernig þau laða að sér hæfustu umsækjendurna og sú vinna byrjar ekki á atvinnuauglýsingu. Sú vinna er miklu umfangsmeiri en það, hún er meðal annars hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins, stefnumótunarvinnu og ánægju starfsmanna. Bestu talsmenn vinnustaðarins er ánægt starfsfólk og ánægðir viðskiptavinir.“ Sverrir segir mikilvægt að starfsheiti séu gegnsæ og skiljanleg og hvetur til þess að ferilskrár og starfsheiti séu þýdd á íslensku. Þá segir hann sérstaklega mikilvægt að skilgreina vel hvað átt er við með Leiðtoga-stöðu, sérstaklega þegar kemur að skipuriti.Vísir/Vilhelm Sverrir Briem, Hagvangi: Staða leiðtogans þarf að vera skýr í skipuriti „Ég kannast alveg við þessa umræðu. Fólk sem kemur erlendis frá hefur margvísleg starfsheiti sem erfitt er að þýða yfir á íslensku og þar af leiðandi erfitt að átta sig á hvaða starf er um að ræða. Við finnum alveg fyrir því að þessi erlendu starfsheiti séu að aukast þar sem sífellt fleiri íslensk fyrirtæki eru að starfa á erlendum mörkuðum. Þetta skapar oft vandamál þar sem flóknara verður að máta fólk að utan í störf á Íslandi. Við hvetjum þess vegna fólk til að þýða erlendu ferilskrána sína yfir á íslensku og reyna eftir fremsta megni að aðlaga störfin að íslenskum aðstæðum og íslenskum starfsheitum. Það er mikilvægt að starfsheiti séu skiljanleg, gegnsæ og gefa vel til kynna um hvaða starf er að ræða til að hægt sé að átta sig á hvað fólk hefur starfað við á ferlinum. Hvað varðar notkun á hugtakinu „leiðtogi“ sérstaklega er sérstaklega mikilvægt að skilgreina vel hvað er átt við, sérstaklega þegar kemur að skipuriti. Er til dæmis munur á leiðtoga í fyrirtækinu og stjórnanda hvað varðar mannaforráð og fleira?“ Thelma spáir því að í framtíðinni verði aukin krafa um kynlaus starfsheiti en hún segir alþjóðlega tengingu skýra sum starfsheiti þar á meðal leiðtogi. Þar þurfi meðal annars að hafa í huga að leiðtogi er ekki alltaf góður stjórnandi og stjórnandi ekki alltaf góður leiðtogi.Vísir/Vilhelm Thelma Kristín Kvaran, Intellecta: Leiðtogi ekki alltaf góður stjórnandi (og öfugt) „Starfsheiti er það fyrsta sem dregur umsækjanda að starfi og er mikilvægt að það sé nægilega lýsandi fyrir það starf sem viðkomandi mun sinna. Okkar upplifun er ekki sú að erlend starfsheiti séu notuð í auglýsingu þegar um er að ræða störf hjá fyrirtækjum sem hafa íslensku sem aðalmál eða starfa alfarið á íslenskum markaði. Við vinnum hins vegar fyrir fjölmörg fyrirtæki sem starfa á bæði íslenskum og erlendum mörkuðum eða hafa erlent eignarhald og fjölþjóðlegt vinnuafl. Þau fyrirtæki hafa mörg hver auglýst störf með erlendum starfsheitum og er texti auglýsingar einnig á ensku. Með því móti eru þau að sýna að menning fyrirtækisins er fjölþjóðleg og veit fólk því strax út í hvað það er að fara og er meðvitað um að vinnutungumál fyrirtækisins er enska. Alþjóðleg tenging hefur haft töluverð áhrif á þróun íslenskra starfsheita undanfarin ár og má þar nefna „leiðtogi“ sem dæmi. Þetta starfsheiti hefur alþjóðlega tengingu því erlendis tíðkast að nota til dæmis starfsheitið „team-lead“ fyrir aðila sem gegnir stöðu teymisstjóra. Oft eru teymisstjórar ekki með bein mannaforráð og má því velta fyrir sér hvort þetta sé mögulega tilraun nútíma stjórnenda til að fækka starfsheitum sem innihalda orðið „stjóri“ því mörg þeirra innihalda það orð án þess þó að viðkomandi hafi nokkur mannaforráð eða ábyrgð. Mörgum finnst sérstakt að orðið leiðtogi sé að verða starfsheiti og koma með þau rök að einstaklingar þurfi að hafa ákveðna eiginleika til að vera leiðtogar en verði það ekki sjálfkrafa með því að bera titilinn. Leiðtogar eru ekki allaf góðir stjórnendur og stjórnendur eru ekki alltaf leiðtogar. Að mínu mati á orðið "fyrirliði" betur við þessar stöður og mætti nota það orð oftar. Ég tel líklegt að starfsheiti eigi eftir að þróast töluvert til viðbótar í náinni framtíð og að aukin krafa verði á kynhlutlausari starfsheiti, en í dag eru þau flest í karlkyni. Við sem störfum í mannauðsmálum mættum vera hugrakkari við að finna og þróa ný starfsheiti sem henta öllum kynjum.“ Starfsframi Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Stöðuheiti á ensku eru sífellt að verða fleiri og sýnilegri í íslensku atvinnulífi. Enda mörg fyrirtæki sem starfa á alþjóðavettvangi og orðið algengara en áður að aðal tungumál vinnustaða sé enska. Í atvinnuauglýsingum má einnig sjá þeim störfum fjölga, þar sem óskað er eftir starfsfólki sem Leiðtoga. Dæmi um nýjar atvinnuauglýsingar eru: Leiðtogi öryggismála Leiðtogi fjárhagsgerðar og kostnaðagreiningar Leiðtogi sálfræðinga „Er þetta launatengt?“ spyr einhver og veltir fyrir sér hvort tiltekið leiðtogastarf er þá nýtt heiti yfir stjórnandann. „Orðaskrípi“ segir annar á meðan sá þriðji bendir á að orðið leiðtogi sé upprunaleg tilvísun til hæfileika fólks og í því ljósi undarlegt að sjá það sem starfsheiti. Í Atvinnulífinu í dag og fram á föstudag munum við rýna í starfsheiti og þróun þeirra. Við byrjum á því að rifja upp dæmi úr viðtölum í Atvinnulífinu þar sem þessi mál hafa verið rædd sérstaklega. Við heyrum einnig í fulltrúum þriggja ráðningastofa. Þegar íslenska þýðingin nær ekki merkingunni Þórhallur Örn Flosason er Head of Global Learning Operations hjá PepsiCo í Bandaríkjunum. Áður starfaði hann í fjórtán ár í sambærilegu starfi hjá Kelloggs. Í viðtali Atvinnulífsins við Þórhall í sumar, sagði Þórhallur að lengi vel hefði hann notað íslenska orðið „fræðsla“ (e. Learning) til að skýra út fyrir vinum og vandamönnum hér heima, í hverju starfið hans fælist. Þórhallur hætti því hins vegar fljótlega og segir meðal annars: Þegar það kemur að því að efla mannauð, hæfni, leiðtogafærni og aðra styrkleika hjá fólki er hreinlega ekki rétt lýsing að nota orðið fræðsla.“ Fyrst eftir nám notaði ég stundum þetta orð heima. En þegar að maður fór að lýsa verkefnunum mínum í vinnunni voru vinirnir fljótir að benda á að þetta væri allt annað en það sem fræðslustjórar heima væru að gera.“ Þórhallur nefnir annað dæmi: „Ég tek sem dæmi orðið Empowerment sem er orð sem er mikið notað í mannauðsmálum í dag. Að nota orðið Vald-eflandi á íslensku finnst mér ekki gefa sömu merkingu í orðið og á ensku. Til dæmis það að orðið „vald“ er oft tengt við eitthvað neikvætt og þótt orðið „eflandi“ sé tilvísun í eitthvað jákvætt og uppbyggilegt, vanti merkingu í orðið sem vísar til þess að Empowerment snýst líka um uppbyggingu á drifkrafti, sjálfstæði og ástríðu.“ Viðtalið við Þórhall í heild sinni má lesa HÉR. Hugmyndabrölt við þýðingu starfsheitisins Nýlega var Eiríkur Rafn Rafnsson forstöðumaður stjórnsýslumála hjá Hopp í viðtali í Atvinnulífinu. Atvinnulífið hefur ekki heimildir um að þetta stöðugildi, forstöðumaður stjórnsýslumála, sé þekkt á öðrum vinnustað. Starf Eiríks var auglýst í desember 2020 undir starfsheitinu „Director of Government Partnership.“ Margir starfsmenn Hopp eru enskumælandi og þar sem Hopp er að færa út kvíarnar á alþjóðavettvangi, er enskan að verða nokkuð ráðandi tungumál innan félagsins. Eiríkur sagði þó um íslenska starfsheitið: Það tók okkur reyndar nokkra daga og var smá hugmyndabrölt að þýða þetta á íslensku. Ekki það að stöðuheiti eða titill skipti mig miklu máli. En Hopp er íslenskt fyrirtæki og þótt stefnan sé að verða stór úti í heimi, finnst mér frekar hallærislegt þegar íslensk fyrirtæki eru bara með starfsheitin sín á ensku.“ Viðtalið við Eirík í heild sinni má lesa HÉR. Eiríkur Rafn hjá fyrirtækinu Hopp segir að það hafi tekið nokkra daga að búa til íslenskt heiti yfir stöðuheitið hans en sem íslenskt fyrirtæki finnist honum skipta máli að starfsheiti séu á íslensku. Þórhallur hjá Pepsi í Bandaríkjunum reyndi lengi að nota orðið fræðsla sem tilvísun í enska orðið Learning í sínu starfsheiti en hætti því þegar hann áttaði sig á því að íslenska þýðingin var ekki nógu lýsandi fyrir starfið hans. Ráðningastofurnar: Hver er staðan, hver er þróunin? Atvinnulífið heyrði í þremur ráðningastofum þar sem aðilar voru beðnir um að svara neðangreindri spurningu: Færst hefur í vöxt að starfsheiti séu á ensku og/eða að ný stöðuheiti séu að verða til sem fólk á jafnvel erfitt með að átta sig á. Starfsheitið Leiðtogi er nefnt sérstaklega. Spurt er: Hver er þín upplifun/reynsla og hver heldur þú að þróunin á þessu verði? Svör eru birt í stafrófsröð en svarendur eru þau Jensína Kristín Böðvarsdóttir hjá Vinnvinn, Sverrir Briem hjá Hagvangi og Thelma Kvaran hjá Intellecta. Jensína segir algengast að starfsheiti séu auglýst á ensku þegar fyrirtækið starfar á alþjóðavettvangi. Í einstaka tilfellum eru ensku heitin þó betur lýsandi fyrir störfin en íslensk þýðing og nefnir hún sem dæmi starfsheitin Growth Manager og Multimedia Sales Engineer.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir, Vinnvinn: Sum störf einfaldlega meira lýsandi á ensku „Það er okkar reynsla hjá Vinnvinn að starfsheitin eru fyrst og fremst á ensku ef um alþjóðleg fyrirtæki séu að ræða. Einnig kjósum við að auglýsa störf alþjóðlegra fyrirtækja á ensku því mengi umsækjenda varðandi sum störf verður þá töluvert stærra. Okkar fókus hjá Vinnvinn er að ráða í störf sérfræðinga og stjórnenda. Í algjörum undantekningum eru starfsheiti fyrirtækja sem starfa að mestu leiti á íslenskum markaði á ensku, en þá er það fyrst og fremst vegna þess að við eigum ekki til nógu góð lýsandi starfsheiti á íslensku, til dæmis „Growth Manager“. Auk þess eru sum störf einfaldlega meira lýsandi á ensku, eins og til dæmis. „Multimedia Sales Engineer“. Leiðtogi er að vissu leyti loðið starfsheiti því að það er mismunandi hvort átt sé við leiðtoga með mannaforráð eða ekki. Einstaklingur getur til dæmis átt að leiða hóp fólks eða málaflokk. En yfirleitt er verið að tala um einstakling sem er framsýnn ef um málaflokk er að ræða, svo sem leiðtogi í stafrænum umbreytingum en hvetjandi, góður í samskiptum og með stjórnunarhæfni þegar viðkomandi er í stjórnunarhlutverki. Það er mikilvægt að fyrirtæki noti starfsheiti sem er lýsandi fyrir starfið því slæmt er ef þau valda misskilningi, bæði meðal starfsfólks og þeirra sem kunna að sækja um starfið. Aðal fréttin er hins vegar sú að umsækjendur í dag er kröfuharðari á aðra hluti en starfstitil, til dæmis Fyrir hvað stendur fyrirtækið? Er fyrirtækið að láta gott af sér leiða? Er ég stolt/stoltur að vinna hjá þessu fyrirtæki? Er jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Fyrirtæki þurfa að huga vel að því hvernig þau laða að sér hæfustu umsækjendurna og sú vinna byrjar ekki á atvinnuauglýsingu. Sú vinna er miklu umfangsmeiri en það, hún er meðal annars hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins, stefnumótunarvinnu og ánægju starfsmanna. Bestu talsmenn vinnustaðarins er ánægt starfsfólk og ánægðir viðskiptavinir.“ Sverrir segir mikilvægt að starfsheiti séu gegnsæ og skiljanleg og hvetur til þess að ferilskrár og starfsheiti séu þýdd á íslensku. Þá segir hann sérstaklega mikilvægt að skilgreina vel hvað átt er við með Leiðtoga-stöðu, sérstaklega þegar kemur að skipuriti.Vísir/Vilhelm Sverrir Briem, Hagvangi: Staða leiðtogans þarf að vera skýr í skipuriti „Ég kannast alveg við þessa umræðu. Fólk sem kemur erlendis frá hefur margvísleg starfsheiti sem erfitt er að þýða yfir á íslensku og þar af leiðandi erfitt að átta sig á hvaða starf er um að ræða. Við finnum alveg fyrir því að þessi erlendu starfsheiti séu að aukast þar sem sífellt fleiri íslensk fyrirtæki eru að starfa á erlendum mörkuðum. Þetta skapar oft vandamál þar sem flóknara verður að máta fólk að utan í störf á Íslandi. Við hvetjum þess vegna fólk til að þýða erlendu ferilskrána sína yfir á íslensku og reyna eftir fremsta megni að aðlaga störfin að íslenskum aðstæðum og íslenskum starfsheitum. Það er mikilvægt að starfsheiti séu skiljanleg, gegnsæ og gefa vel til kynna um hvaða starf er að ræða til að hægt sé að átta sig á hvað fólk hefur starfað við á ferlinum. Hvað varðar notkun á hugtakinu „leiðtogi“ sérstaklega er sérstaklega mikilvægt að skilgreina vel hvað er átt við, sérstaklega þegar kemur að skipuriti. Er til dæmis munur á leiðtoga í fyrirtækinu og stjórnanda hvað varðar mannaforráð og fleira?“ Thelma spáir því að í framtíðinni verði aukin krafa um kynlaus starfsheiti en hún segir alþjóðlega tengingu skýra sum starfsheiti þar á meðal leiðtogi. Þar þurfi meðal annars að hafa í huga að leiðtogi er ekki alltaf góður stjórnandi og stjórnandi ekki alltaf góður leiðtogi.Vísir/Vilhelm Thelma Kristín Kvaran, Intellecta: Leiðtogi ekki alltaf góður stjórnandi (og öfugt) „Starfsheiti er það fyrsta sem dregur umsækjanda að starfi og er mikilvægt að það sé nægilega lýsandi fyrir það starf sem viðkomandi mun sinna. Okkar upplifun er ekki sú að erlend starfsheiti séu notuð í auglýsingu þegar um er að ræða störf hjá fyrirtækjum sem hafa íslensku sem aðalmál eða starfa alfarið á íslenskum markaði. Við vinnum hins vegar fyrir fjölmörg fyrirtæki sem starfa á bæði íslenskum og erlendum mörkuðum eða hafa erlent eignarhald og fjölþjóðlegt vinnuafl. Þau fyrirtæki hafa mörg hver auglýst störf með erlendum starfsheitum og er texti auglýsingar einnig á ensku. Með því móti eru þau að sýna að menning fyrirtækisins er fjölþjóðleg og veit fólk því strax út í hvað það er að fara og er meðvitað um að vinnutungumál fyrirtækisins er enska. Alþjóðleg tenging hefur haft töluverð áhrif á þróun íslenskra starfsheita undanfarin ár og má þar nefna „leiðtogi“ sem dæmi. Þetta starfsheiti hefur alþjóðlega tengingu því erlendis tíðkast að nota til dæmis starfsheitið „team-lead“ fyrir aðila sem gegnir stöðu teymisstjóra. Oft eru teymisstjórar ekki með bein mannaforráð og má því velta fyrir sér hvort þetta sé mögulega tilraun nútíma stjórnenda til að fækka starfsheitum sem innihalda orðið „stjóri“ því mörg þeirra innihalda það orð án þess þó að viðkomandi hafi nokkur mannaforráð eða ábyrgð. Mörgum finnst sérstakt að orðið leiðtogi sé að verða starfsheiti og koma með þau rök að einstaklingar þurfi að hafa ákveðna eiginleika til að vera leiðtogar en verði það ekki sjálfkrafa með því að bera titilinn. Leiðtogar eru ekki allaf góðir stjórnendur og stjórnendur eru ekki alltaf leiðtogar. Að mínu mati á orðið "fyrirliði" betur við þessar stöður og mætti nota það orð oftar. Ég tel líklegt að starfsheiti eigi eftir að þróast töluvert til viðbótar í náinni framtíð og að aukin krafa verði á kynhlutlausari starfsheiti, en í dag eru þau flest í karlkyni. Við sem störfum í mannauðsmálum mættum vera hugrakkari við að finna og þróa ný starfsheiti sem henta öllum kynjum.“
Starfsframi Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Vinnustaðamenning Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01