Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Selenskí Úkraínuforseti ræddu saman símleiðis í fyrsta skipti í dag. Sunak lofar áframhaldandi stuðningi og segir hann verða sterkari en nokkru sinni fyrr. Reuters greinir frá.
Í yfirlýsingu frá breska forsætisráðuneytinu segir að vel hafi farið með leiðtogunum. Selenskí óskaði Sunak til hamingju með kjörið og sá síðarnefndi var sammála um áframhaldandi nauðsynlegan stuðning við Úkraínu.
„Í frábæru samtali okkar Sunak ákváðum við að skrifa nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu. Sagan verður þó hin sama og áður; fullur stuðningur gegn árásum Rússa. Ég er enn sem áður þakklátur bresku þjóðinni fyrir stuðninginn,“ sagði Úkraínuforseti enn fremur á Twitter.
In an excellent conversation with @RishiSunak we agreed to write a new chapter in 🇺🇦-🇬🇧 relations but the story is the same - full support in the face of Russian aggression. I appreciate PM’s first call to Ukraine. And always grateful for the support of the 🇬🇧 people.
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 25, 2022