Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Ef þetta á að ganga eftir þarf að gera breytingu á umferðarlögum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að til mikils sé að vinna þar sem breytingin myndi draga úr svifryki og sliti á götum.
Að sögn Þorsteins nemur gjaldið í Noregi 20 þúsund krónum fyrir veturinn, miðað við fjögur nagladekk.
„Það hefur verið gagnrýnt að svona gjald yrði landsbyggðarskattur en það er ekki þannig. Þetta yrði skattur á þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og væri hægt að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald, líkt og að leggja við stöðumæli,“ segir Þorsteinn.
Alexandra Briem, formaður borgarráðs Reykjavíkuborgar, segir sér lítast vel á tillöguna og vona að hún gangi eftir. „Við höfum kallað eftir aðferðum til að draga úr notkun nagladekkja, sporna við svifryki og minnka slit á götum,“ segir hún.